Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 146
142
DOKTORSVÖRN
stytt frumtexta sinn, koma fyrir nokkrir staðir í textanum þar sem
hann treystir sér ekki til að halda þessari kenningu algjörlega til
streitu. En þá reynir hann að gera sem allra minnst úr styttingunum,
telur þær aðeins óverulegar eða talar um að Arngrímur stytti ekki
svo að nokkru nemi o. s. frv. Athugum nú fáeina af þessum stöðum.
Á bls. 27—28 viðurkennir höf. að Arngrímur hafi fellt niður að
greina frá því hversu Aðils konungur kom til Saxlands í víking, hjó
þar strandhögg, tók Yrsu herfangi og hafði með sér til Svíþjóðar, og
gerði síðan brullaup til hennar. Frá þessu segir Snorri í heilum
kapítula í Ynglinga sögu, en hefur alls ekki hina tiltölulega ýtarlegu
frásögn Arngríms af skiptum Helga og Ólafar. Höf. hefur um það
ýmsar vangaveltur hvers vegna Arngrímur hafi sleppt þessari frá-
sögn, lætur sér jafnvel til hugar koma að hana hafi vantað í forrit
Arngríms (bls. 28). Þetta er þó næsta ólíklegt. Arngrímur segir um
Yrsu það eitt að hún hafi alizt upp í Saxlandi hjá móður sinni,
„postea Sveciæ Regina, ut dicetur“.7 Síðustu orðin mættu vera bein
þýðing á „svá sem síðarr mun sagt verða“ eða einhverju því líku.
En Arngrímur segir hins vegar aldrei frá þvi hvernig Yrsa varð
drottning í Svíþjóð. Það næsta sem hann segir um hana er þetta:
Helgo__Sveco bellum intulit, vicit: Reginam Yrsam surripuit se-
cumqve avexit in Daniam.
Allar líkur eru til að Arngrímur hafi orðin „ut dicetur“ beint úr
sögunni, en hafi síðan viljandi fellt niður frásögnina af herferð Að-
ils. Þetta kemur heim við vinnubrögð Arngríms víða annars staðar:
að fella niður frásagnir sem komu Danakonungum ekki beinlínis við,
heldur voru eins konar aukageta í sögunni. Höf. lætur að því liggja
að frásögn Snorra af herferð Aðils kunni að vera aukin frá því sem
verið hafi í Skjöldunga sögu. Um það getum við að sjálfsögðu ekk-
ert vitað með vissu, en mér virðist hún svo samþj öppuð að ekki séu
minni líkur til þess að Snorri hafi stytt frásögn Skjöldunga sögu en
að hann hafi aukið hana. Víst er a. m. k. að hann stytlir frásögnina
að miklum mun í næsta kapítula þar sem greinir frá skiptum þeirra
7 Bibl. Arnam. IX 344.