Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 76
74 HALLDÓR HALLDÓRSSON
Seminarium ... Plantarium ... — Þ[ar] vngvide inn plantad
er & vex.58
Frá sömu öld er kunn merkingin ‘unglingar’:
hafa hans goodu Foreldrar med stærstu ummhiggiu, þetta
Vngvide aled og uppfoostrad.60
Um merkinguna ‘ung dýr’ hefir OH ekki dæmi fyrr en frá 19. öld:
sannkallad læknismedal fyrir úngvidin.61
Þessi vitneskja um merkingu orðsins ungviði bendir fremur í þá
átt, að merkingarbreyting orðsins sé tiltölulega ung, en allt um það
kynni að vera um svipaða merkingarþróun að ræða í orðinu ung-
viði og í orðasambandinu í kvikurn kvisti. Athuga ber þó, að þetta
tvennt er ekki nema að nokkru leyti sambærilegt. Liðurinn ung- (í
ungviði) tekur fram, að það, sem í síðari liðnuin felst, hafi ekki náð
háum aldri. Liðurinn kvikum (í sambandinu í kvikum kvisti) tekur
hins vegar fram, að það, sem í stofnliðnum felst, sé lífi gætt. Orða-
sambandið kvikr kvistr merkir þannig í rauninni ‘lífi gædd grein’.
En ólíklegt er, að sú merking hafi milliliðalaust getað þróazt yfir í
‘lífi gætt dýr, skepna’. Hér skiptir máli, hvort orðið kvikur hefir að-
eins verið notað um dýr (og menn) eða einnig náð til jurta- og trjá-
gróðurs. Um fyrra atriðið eru mörg dæmi, sbr. t. d. kvikt fé, kvikt
búfé, kvik dýr o. s. frv., en um hið síðara þekki ég ekki forn dæmi.
Þó verður að telja, að hugmyndir fornmanna um lífið hafi einnig
náð til jurtaríkisins og merking orðsins kvikur þá einnig getað átt
við það.6- Telja verður því, að orðið kvikur sem einkunn með kvist-
ur hafi ekki getað takmarkað merkingu orðsins á þann veg, að sam-
59 Nom. I, 245 (OH).
00 Jakob Benediktsson, Gísli Magnússon, ritgerSir, bréj (Safn Fræðafélagsins
XI; Reykjavík 1939), 141 (011).
ai Lœkninga-Bók urn þá helztu kvilla á kvikjénadi, samantekin ... af Jóni
Hjaltalín (Kaupmannahöfn 1837), 57 (OH).
62 Það liggur utan við svið þessarar ritgerðar að ræða, hvað heyrði til hinum
lífræna heimi að skoðun fornmanna. En benda má á, að tré var liaft sem tákn-
mynd h'fsins (Askr Yggdrasils).