Íslenzk tunga - 01.01.1963, Page 162

Íslenzk tunga - 01.01.1963, Page 162
158 RITFREGNIR finna í innri hluta Sogns, á Hörðalandi og Rogalandi, á Vestur-Ögðum, svo og í Iladdingjadal og Valdres. Breytingin ll > dl er á nokkru minna svæði: Hadd- ingjadalur og Valdres eru utan þess, og mörkin á Vestur-Ögðum eru nokkru vestar. En auk þess er svo nokkurt svæði, á Ögðum og Þelamörk, þar sem ll hefur orðið dd (ef til vill //><//> dd), og rök eru fyrir því, að það svæði hafi verið stærra áður, náð t. d. yfir Numadal og Haddingjadal. Aðeins strjál merki er nú að finna um rl > dl, en líklegt er, að útbreiðsla þeirra breytinga hafi verið svipuð og ll > dl. Loks er breytingin nn > dn (á eftir löngu sérhlj.) á sama svæði, nema að sunnanverðu liggja mörkin vestar (um Rogaland). Allar þessar breytingar liafa og orðið í ísl. (nema að nokkru leyti á Suðaust- urlandi), en aldur þeirra er lítið eitt óviss. Elztu dæmin, sem sýna, að rn og nn eru fallin saman í ísl. og borin fram dn (á eftir löngu sérhlj.), eru í bréfi frá 1332 (ritað suœirn, Orný f. Sveinn, Oddný). í norsku kemur rn > dn fyrir 1328 (ritað Aatne f. Árne), en elztu dæmin, er sýna, að nn sé orðið dn, eru ekki fyrr en um 1400 (bls. 97). Um breytinguna rl > dl segir höf. elztu dæmin í norsku frá snemma á 15. öld (1438), en um breytinguna ll > dl fyrst frá 16. öld. Þá breytingu vill hann þó telja jafngamla og rl > dl. í ísl. segir hann hins vegar dæmi um rl > dl frá 1430, en um ll > dl frá 1320 (bls. 95—96). Að því a. m. k., er ísl. varðar, er hér ekki sagður allur sannleikurinn, einkum um rl og ll. Dæmi um, að ritað sé ll fyrir rl, t. d. call f. karl, iall f. iarl, er að finna í ísl. ritum allt frá því um eða skömmu eftir 1200. En vitaskuld segir þessi ritháttur ekki til um, hvort fram hafi verið borið f 1:] eða [ dl]. Það er fyrst snemma á 14. öld, að dæmi eru, sem sýna, að fornt ll er borið fram Ldl] (t. d. rithátturinn Olleijr f. Oddleijr í Ilauksbók), og það er ekki fyrr en snemma á 15. öld (um 1430), að dæmi eru um, að ritað sé rl fyrir fornt ll (t. d. örlungis f. öllungis). Hins vegar er ritað rn fyrir nn (suœirn f. Sveinn) snemma á 14. öld eins og áður var vikið að. Ef til vill er þó ekki mjög mikið upp úr þessum tímamun leggjandi. Hann kann að stafa af því, að breytingin nn > dn var að- eins sumtæk, en ll > dl altæk, þ. e. a. s. þar sem ll varð ætíð dl, var þeim rit- hætti haldið á 14. öld, en fyrir dn (< nn) var ritað rn, þar sem nn gat áfram táknað tn: ], nefnilega á eftir stuttum sérhljóðum. Það má því vel vera, að hæði karl og kall hafi verið borin fram [kadl] a. m. k. snemma á 14. öld. Af þessu er ljóst, að engan veginn kemur glöggt fram í heimildum, að breyt- ingarnar séu eldri í norsku en í ísl. Þannig er niðurstaða höf. (bls. 100), að nn > dn hafi orðið á 15. öld í norsku, en í ísl. varð hún minnst einni öld íyrr, eins og þegar var rakið. Og rl, ll > dl kemur ekki fram í norsku fyrr en snemma á 15. öld, en fyrsta vísi að þeirri breytingu í ísl. er að finna um eða upp úr 1200. Ef tímasetning þessara breytinga í norsku er rétt, mætti því jafnvel fremur ætla, að þær hefðu borizt úr ísl. í norsku en öfugt. Raunar telur höf. sumar breytingamar eldri í norsku en heimildir segja til um, einkum rn > dn. Vel má vera, að svo sé, en rök höf. fyrir því eru engan veg-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Íslenzk tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.