Ritmennt - 01.01.2003, Qupperneq 43
RITMENNT
BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NÁTTÚRUSPEKIN í NJÓLU
Þegar Galíleó Galíleí (1564-1642) beindi fyrstur manna sjónauka
að Vetrarbrautinni, sá hann fljótlega, að hún var samsett úr ara-
grúa fastastjarna.62 Uppgötvunin valcti strax óskipta athygli, en
það tók menn langan tíma að átta sig á því, að skipan fastastjarn-
anna á hvelfingunni væri bein afleiðing af þrívíðri dreifingu
þeirra í geimnum. Sá sem fyrstur reyndi að gera sér mynd af
dreifingunni var Englendingurinn Thomas Wright (1711-86) og
um miðja átjándu öld setti hann fram tvær hugmyndir í bókinni
An Original Theory or New Hypothesis of the Universe (London
1750).63 Önnur var sú, að sólin og fastastjörnurnar væru í tiltölu-
lega þunnri kúluskel umhverfis holrúm með yfirskilvitlega og
guðdómlega miðju. Hin hugmyndin setti sólina ásamt fasta-
stjörnunum í hringlaga borða umhverfis miðjuna, lílct og hring-
ar Satúrnusar umlylcja móðurstjörnuna. Frá jörðinni séð ættu
fastastjörnurnar í báðum tilvikum að mynda belti á hvelfing-
unni og gæti það útskýrt Vetrarbrautarslæðuna.
Kenningar Wrights vöktu talsverða athygli, og meðal annars
birtist ritdómur um bók hans í tímariti, er gefið var út í Ham-
borg árið 1751. Heimspekingurinn Immanuel Kant var í hópi
þeirra, sem lásu þá umfjöllun. Lýsingar tímaritsins voru hins
vegar svo óljósar, að Kant misskildi þær og taldi að verið væri að
lýsa skífulaga dreifingu fastastjarna. Hann heillaðist af þeirri
hugmynd og skrifaði sjálfur í kjölfarið bókina Allgemeine Na-
turgeschichte und Theorie des Himmels, þar sem hann setti
frarn hina þekktu rnynd sína af Vetrarbrautarkerfinu.64 Sú rnynd,
sem er í meginatriðum rétt, gerir ráð fyrir því að sólin okkar sé
hluti af gríðarstóru sólnakerfi með lögun er líkist einna helst
hverfisteini. Sólin er talsvert frá miðjunni og kerfið í heild snýst
um mikla miðsól.
hliðrunarmælingu. Nýlegar gervitunglamælingar hafa sýnt, að fjarlægðin til
Pólstjörnunnar er um 430 ljósár.
62 Galíleí sltýrði frá þessu og mörgum öðrum mikilvægum nýmælum í stjörnu-
fræði í bókinni Sidereus Nuncius (Sendiboði stjarnanna), sem kom út í Fen-
eyjum árið 1610. Sjá einnig [81], bls. 48-49.
63 Sjá einnig [70], bls. 225-30.
64 Fullur titill bókarinnar er Allgemeine Naturgeschichte und Theorie des
Himmels oder Versuch von der Verfassung und dem mechanischen Ur-
sprunge des ganzen Weltgebáudes nach Newtonischen Grundsátzen abge-
handelt (1755). Sjá einnig [33], bls. 48-69 og [70], bls. 231-49. Bókin er lipur-
lega skrifuð og mjög aðgengileg. Hún var þó ekki mikið lcsin í fyrstu, því að
útgefandinn varð gjaldþrota um svipað leyti og hún kom út og var upplagið
Archiv fiir Kunst und Geschichte, Berlin.
Johann Heinrich Lambert.
National Portrait Gallery, London.
William Herschel.
39