Ritmennt - 01.01.2003, Side 69

Ritmennt - 01.01.2003, Side 69
RITMENNT BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NÁTTÚRUSPEKIN í NJÓLU aldamótunum var atómkenningin hins vegar orðin allsráðandi í alþjóðlegri umræðu um eiginleilta efnisins og kraftahyggjan heyrði sögunni til.110 Hin nýja efniskenning varð fyrst hluti af námsefni á íslensku árið 1879, en þá kom út Efnafræði Henrys E. Roscoes (1833- 1915), sem Benedikt Gröndal þýddi. í bókinni, sem var fyrsta kennslubókin í efnafræði á íslensku, er lauslega fjallað um „sameiningar [frumefna] í ákvörðuðum hlutföllum", og er um- fjöllunin byggð á niðurstöðum Daltons, þótt hans sé reyndar hvergi getið. Ekki er heldur minnst á atóm hjá Roscoe. Það er hins vegar gert í Efnafræði Benedikts frá 1886, en sú bók mun vera fyrsta frumsamda ritið urn efnafræði á íslensku. I henni er ekki aðeins rætt urn atórn og eiginleika þeirra, heldur fjallar Benedikt einnig í bókarlok um sögu efnafræðinnar og ber sarnan atómkenningu Daltons og atómhyggju fornmanna. Atóm koma einnig við sögu í bókinni Hvers vegnal Vegna þess, sem út kom á árunum 1891 til 1893 í þýðingu Guðmundar Magnússonar læknis og síðar prófessors. Árið 1895 urðu þáttaskil í eðlisfræði, þegar þýski eðlisfræð- ingurinn Wilhelm Conrad Röntgen (1845-1923) uppgötvaði geislana, sem við hann eru kenndir. Árið eftir uppgötvaði Fraklc- inn Antoine Henri Becquerel (1852-1908) svo geislavirkni og á 110 Á þessum tíma var lióndinn og heimspekingurinn Brynjúlfur Jónsson (1838-1914) frá Minna-Núpi að móta eindahugmynd sína, en hann hafði orð- ið fyrir talsverðum áhrifum frá Njólu Björns Gunnlaugssonar. Niðurstöðuna gaf hann út árið 1912 í bókinni Saga hugsunar minnar [29]. Til fróðleiks er hér birtur hluti úr umsögn vinar hans, Þorvalds Thoroddsens, sem las verk- ið í handriti. Bréf Þorvalds er dagsett 3. apríl 1904: „Eins og þú veist, hafa „einda"kenningar óteljandi sinnum í ýrnsu formi komið fram í heimspek- inni alla leið frá gamla Demokritos (490 f.Kr.) fram á vora daga, og nú er öll eðlis- og efnafræði byggð á atomtheorí; urn sameiningu atomanna í mole- kulær og hreyfingar þeirra hefir slcapast stór fræðigrein „Molekulærfysik". Enginn skilur þó hvað atom er í raun og veru, hvort maður hugsar sér þau sem materiel eða sem kraftcentra (eins og Boscovits) eru þau jafn óskiljan- leg, þau verða hara symbol, trúarliugmynd ósannanleg. Um þetta hafa heim- spekingar og náttúrufræðingar skrifað ákaflega mikið. Nú vantar mig hjá þér upplýsingar um í ltverju sambandi þú vilt láta eindirnar standa við atomin, því þó eindir þínar séu í öllu aðallega hið sama, þá skilst mér þú þó álítir þær eitthvað annað, hugmyndir þínar um hreyfingar eindanna og sameiningar ganga og í svipaða átt eins og almennar kenningar um atom- og molekulær- hreyfingar. Eindakenning þín í heild sinni finnst mér vera mjög lík Monade- kenning þeirri er Leibniz kom fram með í lok 17 aldar." (Sjá [29], bls. 91). Þjódminjasafn íslands. Nikulás Runólfsson. 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.