Ritmennt - 01.01.2003, Síða 69
RITMENNT
BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NÁTTÚRUSPEKIN í NJÓLU
aldamótunum var atómkenningin hins vegar orðin allsráðandi í
alþjóðlegri umræðu um eiginleilta efnisins og kraftahyggjan
heyrði sögunni til.110
Hin nýja efniskenning varð fyrst hluti af námsefni á íslensku
árið 1879, en þá kom út Efnafræði Henrys E. Roscoes (1833-
1915), sem Benedikt Gröndal þýddi. í bókinni, sem var fyrsta
kennslubókin í efnafræði á íslensku, er lauslega fjallað um
„sameiningar [frumefna] í ákvörðuðum hlutföllum", og er um-
fjöllunin byggð á niðurstöðum Daltons, þótt hans sé reyndar
hvergi getið. Ekki er heldur minnst á atóm hjá Roscoe. Það er
hins vegar gert í Efnafræði Benedikts frá 1886, en sú bók mun
vera fyrsta frumsamda ritið urn efnafræði á íslensku. I henni er
ekki aðeins rætt urn atórn og eiginleika þeirra, heldur fjallar
Benedikt einnig í bókarlok um sögu efnafræðinnar og ber sarnan
atómkenningu Daltons og atómhyggju fornmanna. Atóm koma
einnig við sögu í bókinni Hvers vegnal Vegna þess, sem út kom
á árunum 1891 til 1893 í þýðingu Guðmundar Magnússonar
læknis og síðar prófessors.
Árið 1895 urðu þáttaskil í eðlisfræði, þegar þýski eðlisfræð-
ingurinn Wilhelm Conrad Röntgen (1845-1923) uppgötvaði
geislana, sem við hann eru kenndir. Árið eftir uppgötvaði Fraklc-
inn Antoine Henri Becquerel (1852-1908) svo geislavirkni og á
110 Á þessum tíma var lióndinn og heimspekingurinn Brynjúlfur Jónsson
(1838-1914) frá Minna-Núpi að móta eindahugmynd sína, en hann hafði orð-
ið fyrir talsverðum áhrifum frá Njólu Björns Gunnlaugssonar. Niðurstöðuna
gaf hann út árið 1912 í bókinni Saga hugsunar minnar [29]. Til fróðleiks er
hér birtur hluti úr umsögn vinar hans, Þorvalds Thoroddsens, sem las verk-
ið í handriti. Bréf Þorvalds er dagsett 3. apríl 1904: „Eins og þú veist, hafa
„einda"kenningar óteljandi sinnum í ýrnsu formi komið fram í heimspek-
inni alla leið frá gamla Demokritos (490 f.Kr.) fram á vora daga, og nú er öll
eðlis- og efnafræði byggð á atomtheorí; urn sameiningu atomanna í mole-
kulær og hreyfingar þeirra hefir slcapast stór fræðigrein „Molekulærfysik".
Enginn skilur þó hvað atom er í raun og veru, hvort maður hugsar sér þau
sem materiel eða sem kraftcentra (eins og Boscovits) eru þau jafn óskiljan-
leg, þau verða hara symbol, trúarliugmynd ósannanleg. Um þetta hafa heim-
spekingar og náttúrufræðingar skrifað ákaflega mikið. Nú vantar mig hjá þér
upplýsingar um í ltverju sambandi þú vilt láta eindirnar standa við atomin,
því þó eindir þínar séu í öllu aðallega hið sama, þá skilst mér þú þó álítir þær
eitthvað annað, hugmyndir þínar um hreyfingar eindanna og sameiningar
ganga og í svipaða átt eins og almennar kenningar um atom- og molekulær-
hreyfingar. Eindakenning þín í heild sinni finnst mér vera mjög lík Monade-
kenning þeirri er Leibniz kom fram með í lok 17 aldar." (Sjá [29], bls. 91).
Þjódminjasafn íslands.
Nikulás Runólfsson.
65