Ritmennt - 01.01.2003, Síða 73
RITMENNT
BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NÁTTÚRUSPEKIN í NJÓLU
Viðaukar: Kenning Björns Gunn-
laugssonai um innsta eöli efnis-
ins117
A. Úr skýringum Björns við 436. erindi
Njólu:
Þegar menn róa á skipi, og einhver nær eklci til
með fótunum að spyrna í reyngurnar, þá segir
hann; „Eg get ekki róið, því eg hef aungva við-
spyrnu"; tekur hann þá hlunn, eða austurtrog,
setur fyrir iljar sér, og spyrnir í. Auðvitað er, að
hér með er meintur kraptur sá, sem í hlunninum
er, til að spyrna á móti mannsiljinni, því ónýtt
væri að spyrna í hlunninn, ef hlunnurinn spyrnti
ekki á móti; svo að viðspyrnan er þá mótspyrna.
En svo lítið sem menn taka almennt eptir þess-
um krapti, þá er þó hægt að sjá, að hann er það
verkfæri eða réttara sagt átak almættisins, með
hverju það skapar allt hið þreifanlega, sýnilega,
heyranlega, þefanlega og smakkanlega, hvort
sem það er á himni eða jörðu. Því ef vér hugsum
eptir, hvernig fara mundi, ef guð sleppti um eitt
augnablik þessu eina átaki sínu, þá er auðvitað,
að vér gætum á aungvu þreifað, því áþreifingin
væri þá eins og fálmun út í autt rúm. Eklcert yrði
séð, vegna þess að enginn hlutur gæti þá sent frá
sér ljósgeislana í augað. Upp á sama máta kæm-
ist ekkert hljóð til eyrans, ilmurinn hrifi ekki á
nasirnar, né smekkurinn á góminn. I einu orði:
allur sá sýnilegi heimur væri hvorfinn, og vor
líkami með. Af þessu sýnist, sem allt hið þreif-
anlega sé innifalið í mótspyrnunni, heptri eða
tempraðri upp á ýmislegan máta af samloðunar-
aflinu.
Til að gjöra sér skiljanlegt, hvernig mótspyrn-
an hagar sér, þá aðgæti maður, t.d. eina handfylli
af mold. Kreisti maður hana í lófa sínum, þá
spyrnir hún á móti, og það því fastar, sem fastar
er kreist. Þessi kraptur geingur út frá moldinni á
allar síður, eins og geislar frá sólu, og setur sig á
móti þeim krapti, sem lófinn kreistir með, og
sækir inn í moldina. Þar mæta því aflgeislar
lófans aflgeislum moldarinnar. Sundri maður nú
moldar handfyllina, og talci eitt einasta korn, og
klípi það milli fingurgómanna, þá sýnir það alla
sömu eiginleika og handfyllin áður, að aflgeislar
þess spyrna einnig í allar áttir út frá því. Nú er
ltornið einnig samsett af óteljandi minni pört-
um, út frá hverjum einnig aflgeislar gánga, og
varna því, að korninu verði samanþrýst í óend-
anlega lítinn púnkt.
Nú er spurning: hvort deiling þessi eða sundr-
un geti gengið endalaust eða eklci, ef mannleg
handastjórn aldrei þryti. Gengi hún endalaust, þá
gætu að sönnu harðir líkamir komið þar af, en
stæltir líkamir gætu eltki framkomið, vegna þess
að þá yrði ekki lát á neinu, nema þar sem brotn-
aði inn, hvar holur væru, en líkamirnir gætu
ekki tekið sig aptur, eða þanið sig út, þegar hætt
væri að kreista. Þess vegna má deilingin ekki
gánga endalaust, heldur hlýtur maður að ímynda
sér lolcsins aðgreinda púnkta, sem séu án allrar
stærðar með svo litlum millibilum, að yfirgángi
allan mannlegan rannsóknarkrapt. Frá hverjum
þessara púnkta, sem raunar eru ekkert, heldur
öldungis tómir, verða að gánga aflstraumar í all-
ar áttir eins og geislar, og spyrna á móti aflgeisl-
um hinna púnktanna. Hér er nú ekkert annað en
andlegir kraptar, sem spyrna hver á móti öðrum,
og er það almættið sjálft, er spyrnir á móti sjálfu
sér.
Nú eins og sólargeislinn er samsettur af ljós-
ögnum, eða öldum, sem streyma hver á eptir
annarri, svo verður líka aflgeislinn að vera sam-
settur af rykkjum, er lcoma hver á fætur öðrum.
Eptir því sem þessir rykkir fara lángt út frá sín-
um útgángs-púnkti, eptir því verða frumagnirnar
stærri, og eptir því verður líkaminn stæltari. Þar
á móti verður líkaminn því stælingar-minni,
sem aflgeislinn er styttri og ryklcirnir fara
skemmra. En harka og linka hlutanna fer eptir
því, hvað þeir eru holóttir, og eptir því hvernig
samloðunaraflið hagar sér. Því nær sem útgángs-
púnktarnir færast hver að öðrum, því stríðari
verða aflgeislarnir, af því þeir þéttast þar og sam-
einast.
Ef frumögnin ekki endurnýaðist hvert augna-
117 Stafsetning liefur sums staðar verið færð til nú-
tímalegra horfs.
69