Ritmennt - 01.01.2003, Page 83
RITMENNT 8 (2003) 79-92
Svanhildur Gunnarsdóttir
Þýddir reyfarar
á íslenskum bókamarkaði um miðja 18. öld
/
Ieftirfarandi ritgerð er gerð grein fyrir þó
nokkuð merkilegri bókaútgáfu sem
unnin var í prentsmiðjunni á Hólum í
Hjaltadal um miðja 18. öld þegar prentaðar
voru tvær reyfarakenndar skáldsögur í þýð-
ingu merkismannsins og prestsins Þorsteins
Ketilssonar (1688-1754). Sögunum sneri
hann úr dönsku, en báðar eru þær þýskar að
uppruna og komu út þar í landi í byrjun ald-
arinnar. Á þeim tíma og fram yfir miðja öld-
ina voru svokallaðar raunsæislegar flaklc-
ara-pralckarasögur (mikil einföldun á viða-
mikilli bókmenntagrein) í miklum blórna í
Vestur-Evrópu, og sóru margar sögurnar sig
í ætt við Robinson Crusoe (1719) eftir Dani-
el Defoe. Dagbókar-, ævisagna- eða endur-
minningaform er iðulega rammi frásagnar
af ungum og rótlausum ævintýramanni sem
leggst í ferðalög á sjó eða landi. Hann lendir
í ótrúlegum hremmingum, og ásamt öðrum
föstum atburðum í þessum lífssögum eru
skipbrot og dvöl á eyðieyju við rnjög svo
frumstæðar aðstæður órjúfanlegur þáttur
frásagnarinnar. Óhemjumikil frásagnargleði
einkennir þessa bókmenntategund, og löng-
unin til að segja skemmtilegar sögur, stút-
fullar af ævintýralegum uppákomum, virð-
ist oft á tíðum vera kappsmál höfundanna,
en hins vegar er því sjaldan leynt að lesend-
um ber að draga lærdóm af misgjörðum
sögupersónanna, hvað varðar iðrun og yfir-
bót, enda sannar sögur af atburðum sem
áttu sér stað í raunveruleikanum skráðar af
söguhetjunni sjálfri eftir að hún er komin
heil heim, eins og lesa má um í dæmigerð-
um formálum að þessum sögum.
En hvað varð til þess að ráðist var í prent-
un slíkra bókmennta í landi þar sem prent-
verkið hafði nánast eingöngu takmarkast við
útgáfur lögbóka og bóka trúarlegs eðlis þær
rúmlega tvær aldir sem prentsmiðja hafði
verið í landinu? Og slcyldi hafa verið mark-
aður fyrir skemmtiefni af þessu tagi?
Nýmæli í bókaútgáfu Hólaprent-
smiðju
Árið 1703 var eina prentsmiðjan á íslandi
flutt frá Skálholti að Hólum í Hjaltadal, en
þá hafði prentsmiðja verið í landinu í rösk-
lega hálfa aðra öld. Allt frá því fyrsta prent-
smiðjan var sett á fót hér á landi hafði svo
til allt starf hennar einkennst af útgáfum
lagabóka sem og guðsorða- og sálmabóka í
þágu lcirkjunnar, enda sátu biskupar við
stjórnvölinn, og frani á rniðja 18. öld átti lít-
ið eftir að breytast í þeim málum; prentun
og endurprentun guðsorðabóka hélt áfrarn.
Hinn 3. september 1755 tók Gísli Magn-
ússon við biskupsstólnum á Hólum þótt
79