Ritmennt - 01.01.2003, Qupperneq 92

Ritmennt - 01.01.2003, Qupperneq 92
SVANHILDUR GUNNARSDÓTTIR RITMENNT innar með því að birta vinsælar sögur inn- lendar og erlendar á prenti. Formálarnir ein- kennast af einlægum skrifum bókmennta- sinnaðs manns um þá nauðsyn sem felst í því að fólk hafi greiðan aðgang að prentuð- um sögubókum sem ríkar séu af skemmti- og fræðslugildi. Af formála Björns að þýddu sögunum má sjá að hann lítur á sig sem brautryðjanda í kynningu skáldsagna af þessari tegund. Hann fjallar lítillega um samtímabók- menntir Frakka, Þjóðverja og Dana og lofar verk þeirra í þágu fólksins, því að í þessum löndum keppist rithöfundar við að „[...] ávísa fólki til dyggða og mannkosta með ýmsum dæmisögum og rómaner: Hafa aðrir verið öðrum lagkænari þar með [...]". Með þessum orðum sínum vill hann leiða fólki fyrir sjónir nytsemi slíkra uppdiktaðra sagna (þó svo sannarlega sé hægt að ganga of langt). Þessi verk ber hann síðan saman við eldri ævintýra- og skemmtisögur og heldur því hiklaust fram að þessir lærðu menn „nútímans" hafi: „[...] sýnt sig þeim gömlu miklu fremri, sem byggt hafa kastala í loft- inu, og ótrúlegar sögur í rit fært [...]". Björn setur fram hugleiðingar sínar um þau vandamál sem skáldsagnahöfundar standi frammi fyrir, þ.e. þá ábyrgð sem þeir beri gagnvart lesendum sínum og þá fyrir- mynd sem þeir eigi að skapa í verkum sín- um. Tilgangurinn hjá Birni er að þessar hug- leiðingar hljómi sem þær séu í léttum dúr án viðhafnar og lærdómsþunga til að vekja forvitni fólks og eftirtekt, og stoltið leynir sér ekki hjá honum er hann segist vera að kynna fyrir þjóðinni og gera aðgengilega „Romaner" á heimsmælikvarða: Eru nefndir Robinsons einir þeir bestu sem kom- ið hafa fyrir almenning, og þeir fyrstu, er ég veit, sem nú eru komnir á norræna tungu: Vona því þeir verði vel meðteknir af almenningi, hvað ef skeði, vilja menn þéna þeim framvegis, gefi Guð tækifæri, með þvílíkum bókurn, að hvörjum skemmtan sé og undir eins uppbygging. I Birni býr framsýni upplýsingarmannsins. Hann er sannfærður um gildi þess að fólk fái að njóta bókmennta og lesa þær með opnum huga sér til skemmtunar og lærdóms. Aftur á móti sendir hann þeim kaldar kveðjur sem ráða vilja fólki og drottna yfir gjörðum þess og þá um leið því sem það á að lesa, en for- dæma allt það sem eklci er þeim að skapi. Túlka mætti þessi orð hans sem kveðju til þeirra sem ráðið höfðu prentverki hér á landi þær rúmlega tvær aldir, sem prentað hafði verið í landinu og fólk matað á guðs- orði og trúarritum. En hluta skýringar á þeim eldmóði sem einkennir þetta framtak Björns má trúlega finna í því að hann hafði um árabil dvalist í Kaupmannahöfn við há- menningu borgarlífsins, bókmenntir og bókamarkaði einmitt á þeim árum er Robinsonsögur stóðu í hvað mestum blóma í norðanverðri Evrópu, sérdeilis þó í Þýska- landi og á Norðurlöndunum (Danmörku og Svíþjóð). Má telja víst að Björn hafi verið hvatamaður að þýðingu skáldsagnanna og útgáfu, þar sem engar heimildir hafa fundist er varða þýðingarnar utan það sem fram kemur hjá honum sjálfum á titilsíðu bók- arinnar, þ.e. að sögurnar séu útlagðar úr dönsku af séra Þorsteini Ketilssyni. ... í von um hagnað prentsmiðjunni til handa Útgáfurnar þrjár sem Björn sá um lcomu elcki til af hugsjón einni saman. Af öllu má 88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Ritmennt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.