Ritmennt - 01.01.2003, Qupperneq 94
SVANHILDUR GUNNARSDÓTTIR
RITMENNT
Ég hefi að undanförnu í vetur viljað sýna lit á að
skemmta landsmönnum vorum með Islendinga-
sögum sem á prent hafa útgengið. Vil ég ei efast
að þær verði vel meðteknar af öllum Patrioter og
vil því gjarnan byrja hér eftir á þeim stærri og
merkilegri sögum [þ.e. skáldsögunum].
Útgáfur Björns sættu gagnrýni og þóttu af
mörgum brjóta í bága við það sem yfirvöld
höfðu boðað um holla siði og guðrækilega
hegðan. Nærtælct dæmi um tíðarandann eru
tilskipanir þær sem konungsvaldið sendi ís-
lendingum á þessum tíma. Meðan píetisminn
(heittrúnaðarstefnan) mátti sín mest í Dan-
mörku, í tíð Kristjáns VI á árunum 1730-46,
voru látnar út ganga tilskipanir til Islands um
boð og bönn varðandi trúarlíf, dægrastyttingar
fólks og almenn samsldpti. Stefnan barst síðan
hingað með Ludvig Harboe sem lcom til lands-
ins árið 1741 til að ltynna sér kirkju- og skóla-
mál af hálfu Kirkjustjórnarráðs. I kjölfar heim-
sóknar hans voru „reglugerðir" píetista þýddar
og gefnar út á Hólum á árunum 1743-51, alls
26 tilskipanir. Biskupar, prestar og aðrir sem
sáu um uppfræðslu áttu að hafa þær að leiðar-
ljósi. I Forordning um húsvitjanir á íslandi
(Forordning Vm Huus-Vitianer aa Islande) frá
27. maí 1746, 18. grein, segir:
Presturinn skal það alvarlegasta áminna heimil-
isfólkið að vakta sig fyrir ónytsamlegum sögum
og ólíklegum ævintýrum og uppdiktum, sem í
landinu hafa verið brúkanlegar, og aungvanveg-
inn líða, að þær séu lesnar eður kveðnar í þeirra
húsum, so að börnin og þeir uppvaxandi villist
ekki þar af.
Og í Tilskipan um húsagann á íslandi (Til-
skipan Vmm Huus=Agann A Islande) frá 3.
júní sama ár er í 7. grein sérstaklega verið að
höfða til húsráðenda að þeir skuli:
[...] vakta sig fyrir ósæmilegu tali og gamni, eyð-
um og blóti, hégómlegum historíum, eða so köll-
uðum sögum, og amorsvísum, eða rímum, sem
kristnum sómir eklci um hönd að hafa, og heilag-
ur andi angrast við.
En af öllu má ljóst vera að Björn Markússon
og sr. Þorsteinn Ketilsson voru á öðru rnáli
en heittrúnaðarmenn hvað landanum væri
holl lesning og hvað ekki.
Endalok prentsmiðjustjórnar
Björns Markússonar
Arið 1757 kom út síðasta bókin í tíð Björns
Markússonar á Hólum og reyndar sú eina
það árið. Þetta sama ár fór Björn frá Hólum,
og er ekki vitað um fleiri afrek hans í ís-
lenskri prentsögu, enda elcki ósennilegt að
hann hafi verið farinn að velta fyrir sér hug-
tökum eins og framboði og eftirspurn af ein-
hverju raunsæi! Því raunin varð að sjálf-
sögðu sú að sauðsvartur, bláfátækur almúg-
inn var elcki rétti „markaðurinn" til að selja
afþreyingu á prenti, þ.e.a.s. fólki sem tæpast
hafði ráð á að eignast „góðbókmenntir" á
einu versta hallæristímabili átjándu aldar.
Um það bil er Hólaprentsmiðja lagði upp
laupana við lok aldarinnar kom í ljós að
rúmur helmingur af upplagi bókanna frá ár-
inu 1756 lá enn óseldur á Hólum. En hvað
sem því líður mun Björns Markússonar
verða minnst í bókmenningu íslendinga
sem brautryðjanda í útgáfu þýddra reyfara,
og þó að ekki yrði framhald á þessari útgáfu-
starfsemi frá Hólaprentsmiðju var tveggja
alda stjórn kirkjunnar manna á íslensku
prentverki stöðvuð um skeið.
90