Stígandi - 01.04.1947, Page 17

Stígandi - 01.04.1947, Page 17
Þau töluðu ekki margt. Það var eins og kyrrðin þaggaði niður allar raddir, líka þeirra. Annars voru þau vön að masa látlaust á svona gönguferðum. — Þetta er fegursta kvöld, sem ég hefi lifað, sagði hún lágt. Það er eins og allt sé öðruvísi en það hefir verið. Finnst þér ekki gaman að lifa, þegar allt er eins og núna? Hann svaraði ekki spurningunni beint, en ‘dró hana bara svo- lítið nær sér. — Bráðum fer ég héðan, sagði liann svo. Ég er neyddur til að fara héðan, kannske á morgun, kannske liinn daginn. Fríið mitt er að verða búið. Þetta líður allt áður en maður veit af. — Ég veit það. Og þá hættir lítil stúlka, sem er einföld og heimsk, að ganga liérna niður að ánniákvöldin.Þáverðurþaðekk- ert gaman lengur. Svo fer að koma haust og myrkur og kuldi og . . . — Ekki svona, ekki svona, mælti hann þýðlega, fleygði sér niður í lyngbrekku og dró hana til sín. Þau voru stödd skammt frá tjaldi þeirra félaga. Fyrstu skuggar sumarsins voru teknir að læðast til jarðarinnar. Loftið var að mettast af úrkomu, sem sé niður úr bliku, er dregið hafði á suðurloftið. Það var eins og nóttin stæði á öndinni. — Elskan mín, hvíslaði hann, síðan ég kom hingað og sá þig reka hestana, liefi ég ekkert séð nema þig, ekkert . Elsku ltjartans ástin mín. Nú féllu fyrstu droparnir yfir þau, einn tveir, einn tveir. — Við skulum koma heim í tjaldið, mælti pilturinn og reisti hana á fætur. Það er að koma rigning. Og það er enginn í tjald- inu. Sigmundur fór á bílnum í morgun út í Atlavík og kemur ekki fyrr en á morgun. Komdu. Eins og í leiðslu gekk hún heim að tjaldinu með honum. Öll liugsun.hafði horfið eins og mistur, þegar hann snerti liana svona. Hingað til höfðu aðeins orð farið milli þeirra, sem léttu hugann og skýrðu hugsunina. Nú suðaði fyrir eyrunum og allt var orðið eins og í iðu. Einhvers staðar langt inni örlaði á því, að eitthvað væri að gerast, eittlivað nýtt og stórt, óþekkt og framandi, eitt- Iivað, sem hún hafði þráð í marga daga að kæmi, en kom samt öðruvísi en það átti að koma. Undir annarri tjaldhliðinni lágu hvílupokar í göndlum. Hann sléttaði úr þeim. Hún sá suðuvél og pottkríli og opinn kassa og flöskustúta og fuglakippu við aðra tjaldsúluna með höfuðin niður, blóðug. STÍGANDI 95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.