Stígandi - 01.04.1947, Qupperneq 36
ROMM ER SU TAUG...
Eftir GABRIELE JÓNASSON
„Og María trúlofuð, hvað segir þú um það? Hérna er kortið.
Getur þú lesið þetta nafn? Anna frænka hélt bréfspjaldinu frá
sér, rýndi í það og deplaði augunum: „Haukur Þórðarson“ —
stafaði hún — „hvernig skyldi það vera borið fram? Ojæja, enginn
veit sína ævina fyrr en öll er. Stúlka úr okkar ætt giftist útlend-
ingi, Islendingi meira að segja! Island, hefir þú nokkurn tíma
heyrt um það, ída?“
Frú ída kippti sér ekki upp við þennan vaðal, en dreypti ör-
lítið á teinu. „ísland,“ sagði hún rólega, „auðvitað liefi ég heyrt
um það. Höfuðborgin heitir Reykjavík, hæsta fjallið er Hekla.
Við lærðum það í skólanum,“ Frú ída var allt of menntuð til
þess að furða sig á nokkru.
„Blessað barnið, til íslands," hélt Anna frænka áfram að suða.
„Það setur að mér hroll bara við að hugsa til þess.“ Hún sveipaði
hlýju sjalinu fastar um herðarnar, og skjálfti fór um hana. „Hefir
þú kynnzt þessum unga — hvað hét hann nú aftur, Þórðurson?
Mann með svona ómögulegu nafni fær maður nú inn í fjölskyld-
una, verður að líta á hann sem einn af okkur og segja „þú“ við
hann — hvað ég vildi segja, hefir þi'i séð þennan nrann?“ Og
Anna frænka laut áfram, lagði hendina á lmé systur sinnar og
horfði fast í andlit henni.
ída tók upp sokkinn og prjónarnir byrjuðu að tifa.
„Nei, ég þekki hann ekki, en Hans segir, að það sé prúður og
efnilegur piltur."
„Hvað annað,“ greip Anna frænka fram í. „Ekki getur liann
lastað tengdasoninn. Hvað er hann eiginlega? Ojá, það mun
standa hér“ — og hún tók aftur að rýna í spjaldið — „tannlæknir.
Þá hefir hann líklega lært hér hjá okkur.“
Meðan gömlu konurnar létu móðan mása um þennan merki-
lega viðburð í fjölskyldunni, reikuðu elskendurnir, sem um-
talinu ollu, um trjágarðinn. Þessi trjágarður var í rauninni ekk-
ert annað en vel hirtur skógur, sem teygði sig langt inn í borgina.
Rigningin var smágerð, en uppstyttulaus, og ungu brúðhjónun-
] 14 STÍGANDI