Stígandi - 01.04.1947, Side 40

Stígandi - 01.04.1947, Side 40
Hauks naut hún ekki mikið fyrstu vikurnar. Hann hitti hér ættingja og vini eftir langan skilnað og margt var um að tala, einkum hjá þeim feðgunum. Mörg stundin fór líka í atvinnu- og húsnæðisleit. Þetta var allt öðru vísi en hin ótruflaða samvera þeirra í tilhugalífinu. Þá hafði María átt Hauk ein. Nú gerðti fleiri tilkall til hans og María varð að mestu að sjá um sig sjálf. Haukur var sá eini, sent hefði getað skilið liana. Það gekk á sífelldum heimboðum, vinir Hauks vildu sýna ungu hjónunum gestrisni. En l'yrir Maríu var þetta bara ó- kunnugt fólk, sent hún skildi ekki, og hún var einmana. Oft greip hún sig á því, að hugurinn var horfinn langt í burtu, heim. Svo Ijóslifandi stóðu faðir, móðir og systir henni fyrir hugskotssjón- um, að henni virtist sem þau væru raunveruleikinn, en hið ís- lenzka umhverfi hennar óljós draumur. „Ég er ekki komin til þessa lands, andvarpaði hún, ,,ég er enn þá heima.“ Stundum fannst henni, sem móðir hennar gengi við hlið hennar á götunni, og hún talaði við hana. Henni sýndist fólkið, sem hún mætti á götunni, vera gamlir kunningjar að heiman. Þarna kemur lyfsalinn okkar og þarna kanpmaðurinn frá horninn. Jafn- vel fólk, sent henni hafði staðið rétt á sama um, eins og þær ída og Anna frænkur hennar, birtust nú oft fyrir innri sjónum hennar. Alltaf höfðn Jrær verið til, frá Jr\ í að hún fyrst rnundi eft- ir sér. Hún þekkti hvern drátt í andliti þeirra, kannaðist aftur við kæki Jreirra. „Bara ég gæti heimsótt þær, skotizt svona yfrum, eins og í gamla daga,“ hugsaði hún. Stundum stalst hún niður að höfn og mændi á skipin, sent áttu að leggja af stað til ættlands hennar, í kvöld eða á morgun. „Ef ég færi með, væri ég komin heim eltir nokkra daga.“ Hún fékk kökk í hálsinn eins og við grát, hallaðist upp við stafla af ryðguðum steinolíufötum og starði á skipin, stórum, þurrurn augum. Eftir mikla fyrirhöfn tókst Hauki loks og klófesta íbúð, eins og Jrað var kallað, kjallaraherbergi í austurbænum. Vonbrigði Maríu voru sár. Hversu oft hafði hún ekki í huganum séð fyrir sér fallegu íbúðina, sem hún ætti að eiga heima í með Hauki? Og nú? Eitt einasta herbergi! Út um gluggann sá hún aðeins fætur þeirra, sem fram hjá gengu, og hjólin á bílunum, sem þyrluðu upp rykinu. Hins hreina sjávarlofts varð hún aldrei vör. „Aldrei á ævi minni liefi ég gleypt jafnmikið af ryki og hér,“ kveinaði hún. Hún kunni dauðilla við sig í austurbænum. Húsin 118 STÍGANDI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.