Stígandi - 01.04.1947, Qupperneq 43
því að hún skildi ekki fyndnina. Þegar kornið var að fimmtándu
og sextándu ræðunni, hlustaði enginn lengur á ræður. Gestirnir
vildu heldur tala saman. Var ekki þegar búið að ræða nóg um til-
efni þessarar samkundu, um föðurlandið, frelsið, lýðræðið, kon-
una, æskuna, framtíðina og þróunina? Santt sem áður stóðu alltaf
nýir ræðumenn upp. María fékk smárn saman þann grun, að ræðu-
mennirnir töluðu fyrst og fremst til að heyra sjálfa sig tala.
Eftir liverja ræðu drukku menn skál, svo að menn voru orðnir
mjög glaðir og örir, þegar staðið var upp frá borðum og dansinn
byrjaði. Nú var borið fram eins konar púns. María hafði oft
drukkið vín heima, og hún fann þegar í stað, að drykkurinn var
mjög sterkur, og drakk því varlega. Glaðværðin hafði nú náð há-
marki sínu. Hárir öldungar svilu yfir gólfið með yngstu blóma-
rósirnar í faðminum, rnenn slógu vingjarnlega á axlirnar hver á
öðrum, föðmuðú gamla vini eða þá konurnar þeirra, drukku dús
með nýjum vinum og rændu sér kossi hjá einhverri laglegri konu.
Allt vaggaði sér í ósegjanlegri sælu. Nálægt kl. 2 um nóttina virt-
ist Maríu, sem þar væri varla nokkur rnaður ódrukkinn. Sjálf varð
hún alltaf þögulli og þurrari á manninn, því örara og villtara
sem samkvæmið varð. Einhver sagði henni líka, að maður gæti
undireins séð, að hún væri útlendingur. „Af hverju?" hugsaði
María, „er útlit mitt svo frábrugðið öðrum?“
Hún sá með hryllingi, hvernig vínglös ultu urn koll og helltu
innihaldi sínu yfir fulla öskubikara. Allt til samans myndaði
viðbjóðslegan graut á hvítum borðdúknum. í einu horninu var
borðinu hrundið um koll, glösin fóru í mél á gólfinu, og gjallandi
hlátur var undirleikurinn. Einhver skar sig á brotunum og ataði
skyrtubrjóstið í blóði. Ungur maður var orðinn algerlega trylltur
af ölæði og byrjaði að slást. Menn reyndu að halda honum, en
lrann brauzt um, og allt var að komast í bendu. Þá var Maríu
nóg boðið. Hún flýði til Hauks, sem sat með nokkrum bekkjar-
bræðrum út í horni, og bað liann ákaft um að fylgja sér heim. Nú
fór líka fólk að tínast í burtu, og María sá, að mjög æruverðir
borgarar áttu fullt í fangi með að komast skannnlaust niður
tröppurnar og út úr húsinu.
Daginn eftir sagði María tengdaföður sínum frá þessu kvöldi,
að svo rniklu leyti sem leikni hennar í íslenzkunni leyfði. Hún
talaði af æsingu og roðnaði af reiði. „Ef ég hefði vitað, að íslend-
ingar væru svona viðbjóðslegir, þá hefði ég aldrei kornið hingað,“
var komið frarn á varir hennar, þegar hún þagnaði skyndilega. Nú
STÍGANDI 121