Stígandi - 01.04.1947, Page 47

Stígandi - 01.04.1947, Page 47
unum sínum. í laumi athugaði hún þetta fólk, sem hún um langt skeið hafði séð lifa og hrærast aðeins í hugskoti sínu. Systirin kom henni dálítið ókunnuglega fyrir sjónir. Árangurslaust reyndi María að finna í henni barnið, sem hún hafði kvatt fyrir 12 ár- um. „Ég verð að kynnast lienni á ný,“ hugsaði hún. Hárið á pabba var orðið þunnt og silfurhvítt, andlitsdrættirnir voru þreytulegir, hrukkur höfðu myndazt kringum augun og sjáaldrið hafði misst lit sinn. En það var þó sama, ástkæra andlitið. „Þú sefur auðvitað uppi hjá mér, á hanabjálkanum okkar, komdu upp, ég skal sýna þér það. En við skulum flýta okkur. Eiríkur kemur nefnilega bráðum, og þú þarft þó að kynnast honum.“ Helga þreif báðar töskurnar, sem María hafði varla getað borið, og þaut með þær upp stigann, léttfætt eins og trippi. „Hún er líka íþróttakennari." María dáðist að stæltum handleggsvöðvunum. En hversu undrandi varð hún, þegar hún kom inn í gamla þak- herbergið. Hvað var orðið af öllum vinalegu húsgögnunum frá æskuárum hennar? „Finnst þér ekki orðið snoturt hérna?" spurði Helga hreykin. „Þetta gamla dót seldi ég. Fékk að vísu ekki mikið fyrir, en fyrir einurn hægindastól var það þó. Þau eru þægileg og endingargóð, þessi stálhúsgögn, skal ég segja þér.“ Helga fleygði sér í hæginda- stólinn, sem sveiflaði henni upp aftur. „Já,“ sagði María, dálítið hikandi, „þú hefir líklega alveg rétt fyrir þér, gömlu húsgögnin voru líka með dálitlar rispur. Og skrifborðið mitt, sem ég las við undir stúdentsprófið, var með stórri blekklessu. Hérna hékk dálítil mynd, sem ég teiknaði sjálf. Þú veizt líklega ekki, hvað orðið er um hana? Ég ætlaði að taka hana með mér til íslands til minja.“ „Enga hugmynd um það, en þarna er hann kominn,“ og Helga var þotin eins og örskot út úr dyrunum og niður stigann. Úti flautaði bifreið. María kom hægar á eftir. Mágur hennar tilvonandi var fjör- legur, aðlaðandi ungur maður, íþróttakennari eins og Helga, en hvernig sem María braut lieilann, gat hún ekki fundið neitt meira við hann en að hann væri „mjög aðlaðandi“. Um kvöldið, þegar systurnar bjuggust til að sofa, var tæki- færið komið til að masa ofurlítið saman í næði. „Hvernig var það eiginlega, þegar mamma dó?“ spurði María, „þið hafið aldrei skrifað mér nákvæmlega um það.“ STÍGANDI 125
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.