Stígandi - 01.04.1947, Page 57
VINDLINGURINN DREPUR
Eítir DON HICKEY
Ég veit ekki, livort nokkur man lengur eftir markaðinum, þar
sem vindlingurinn var dreginn fram sein höfuðóvinur mann-
kynsins. Kallari bauð sýningargestum að koma inn í tjald og líta
á mannræfil, sem lá fyrir dauðanum, vegna þess að hann hafði
reykt svo mikið að sagt var. Að vísu vitnaðist síðar, að þetta hafði
ekki við rök að styðjast, — reyndar dó maðurinn, en af ólæknandi
sjúkdómi, sem ekki var í neinu sambandi við tóbaksneyzlu.
Hneykslið vakti slíka athygli, að enn þann dag í dag hlær fólk við
tilhugsunina um, að vindlingar geti drepið.
En reykingar geta raunverulega orðið valdar að dauða manna.
Þrátt fyrir að einstakar tegundir vindlinga eru auglýstar sem
„taugastyrkjandi“, „skaði ekki hálsinn“, „eftirlætisvindlingur
íþróttamanna" o. s. frv., er það sannað mál samkvæmt síðustu
rannsóknum, að skyndilegt dauðsfall getur orsakazt af coronar
trombese, blóðtappa í hjartanu, og þessi sjúkdómur er nær óþekkt-
ur rneðal annarra en þeirra, sem reykja mikið.
Dr. W. J. McCormick frá Toronto í Kanada hefir í þrjú ár
rannsakað orsakir skyndilegra dauðsfalla. Hann komst að þeirri
niðurstöðu, að af öllum karlmönnum, sem urðu bráðkvaddir í
stórborg nokkurri, dóu 151 af 269 úr coronar trombese, 45 af
þessurn 269 úr öðrum hjartasjúkdómum, og þeir, sem ótaldir eru,
úr krabba, heilablóðfalli og ýmsum öðrunr sjúkdómum. Hér eru
ekki talin með slys eða dauðsföll vegna smitandi sjrikdóma.
Rannsóknir sýndu, að fólk dó úr coronar trombese á bezta aldri.
• Meðalaldur þeirra, sem dóu, var 52 ár, — 13 voru innan 45 ára
aldurs og 6 innan við fertugt. Þetta er með öðrum orðum enginn
ellisjúkdómur.
Dr. McCornrick leitaði eftir ástæðum fyrir öllunr þessunr dauðs-
föllunr. Hann komst að raun um, að tæpast lrafði nreira en helm-
ingur af þessunr 151 drukkið brennivín. En 94% þeirra höfðu
reykt fram á dauðada'g, og 6% höfðu hætt að reykja stuttu áður
en þeir dóu. Þetta sýnir, að nær allir, sem dóu úr coronar trom-
bese, voru tóbaksnautnarmenn.
STÍGANDI 135