Stígandi - 01.04.1947, Qupperneq 129
og gekk að leita bróður míns. Hann lá í hnipri hinumegin við
húshornið.
Ég hefi drepið hann, hvíslaði ég.
Það er óþokkabragð, sagði bróðir minn.
Nú getur pabbi sofið, svaraði ég hróðugur.
Hann sagði þetta alls ekki í alvöru, sagði bróðir minn.
Já, en því sagði hann það þá? spurði ég.
Bróðir minn gat engu svarað, en horfði óttasleginn á dinglandi
kattarskrokkinn.
Hann gengur aftur og fylgir þér ævilangt, sagði bróðir minn
aðvarandi.
Hann er steindauður og raknar aldrei við, svaraði ég.
Nú segi ég eftir þér, sagði bróðir minn og hljóp inn.
Ég beið, ákveðinn í því að svara hvatvísum orðum föður míns
fullum hálsi. Ég naut fyrirfram ánægjunnar af því að endurtaka
við hann orð þau, sem hann hafði látið sér um munn fara í fljót-
færni sinni og gremju. Móðir mín kom hlaupandi út og þurrkaði
sér um hendurnar á svuntunni á hlaupunum. Hún snöggstanzaði
og náfölnaði, er hún sá kettlinginn Iténgdan upp á vegg.
Drottinn minn góður, hvað hefir þú gert? spurði hún.
Kettlingurinn var með hávaða og svo sagði pabbi okkur að
drepa liann, svaraði ég.
Fíflið Jritt, nú flengir faðir Jainn Júg.
En hann sagði mér að drepa kettlinginn.
Haltu þér saman!
Hún greip mig við hönd sér og dró mig inn að rúmi föður míns
og sagði honum, hvað ég hefði gert.
Þú veizt vel, að þetta áttir þú ekki að gera, sagði faðir minn
byrstur.
Þú sagðir mér að drepa liann, sagði ég.
Ég sagði Joér að reka liann í burt, sagði hann.
Þú sagðir mér að drepa hann, svaraði ég fullviss.
Hypjaðu Jrig út, áður en ég slæ ])ig niður, öskraði faðir rriinn
fullur viðbjóðs, og svo snéri hann sér upp í horn.
Þetta var fyrsti sigur minn yfir föður mínum. Ég hafði talið
lionum trú um, að ég hefði tekið orð hans bókstaflega. Hann
mundi ekki geta hegnt mér nema misbjóða virðingu sinni. Nú
hafði ég loks fundið ráð til að koma gagnrýni minni á honum á
framfæri, og ég mundi aldrei framar taka orð hans alvarlega, ef
hann refsaði mér nú, af því að ég hafði drepið kettlinginn. Ég
STÍGANDI 207