Stígandi - 01.04.1947, Side 137

Stígandi - 01.04.1947, Side 137
endum er hjábægt að fletta upp skýr- ingum fyrir aftan jafnóðum og þeir lesa söguna. Textaskýringarnar hefir Kristján Eld- járn fornfræðingur gert. Hann sýnist ætla að verða einhver fjölhæfasti könn- uður okkar í sögufræðum. Skerfur hans til Sturlungaútgáfunnar fær þröngt rúm í skýringunum, og þær líta út eins og þær væru orðaðar til að standa neðan máls á síðum. Vísnaskýringarnar hefir Magnús Finn- bogason gert, og hann hefir búið allan textann til prentunar ineð samanburði við það, sem í handritum stendur. Þetta er af góðri dómgreind unnið, og sjaldan þarf að deila um skilning vísna í Sturl- ungu. Um stafsetning fornrita eru skoðanir skiptar, og í formála þessara útgáfa er komizt svo að orði: „Stafsetningin er nokkru nýtízkulegri en í fornritaútgáf- um Hins íslenzka fornritafélags.“ Orðið nýtízkulegur getur ekki bent til hinnar löggillu nútímastafsetningar, sem var mótuð í aðalatriðum litlu eftir 1800 og fullgerð að kalla í Nýjum félagsritum Jóns Sigurðssonar. „Nýtízka" hlýtur að vera einhver þeirra fornritastafsetninga, sem fundnar hafa verið upp seinna en nútíðarstafsetning okkar. I’essa „nýtízku" prýða ágætar fornmyndir eins og kembði og rýmði (f. kembdi og rýmdi) og í vísunum vesa, vas, es (vera, var, er), meðr (menn), hildar ruðr (hildar runnur = maður; vísan ort á 14. öld!). Þegar þcssi „nýtízku“-stafsetning mundi spilla rími á vísunum, er þó flúið að nokkru leyti aftur til gömlu nútíðar- stafsetningarinnar okkar og er það vel: .... röskliga dugði, runnr, í háska randa svinnr, ok nauðum stinnum. (Menn aðgæti að setja kommu eftir orð- unum i háska, því að prentari hefir týnt henni.) Óneitanlega væri ruðr randa sviðr hin rétta framburðarmynd frá heiðnum tíma á mannkenningu þessarar vísu og kann að sjást í mál- fyrndum handritum 14. aldar (sbr. liild- ar rudr enn milldi = hildar runnr inn mildi, Aronsdrápa í A. M. 394, 4to, sem raunar er miklu yngra handrit). En ís- lenzka Sturlungaaldar stendur miðja vega milli nútíðar og Egils Skalla-Gríms- sonar, ef ekki nær nútímanum að fram burði. Þess vegna er rétt að margra dómi, að nútíðarmál ráði meira en Egils mál um stafsetning 13. aldar rita. Verðmætasta nýjung þessarar útgáfu er þéttletraður 50 bls. formáli eftir Jón Jóhannesson. Formálinn er í 20 smáköfl- um.margbreyttum að efni. Þeir eru stutlorðir og gagnorðir. Höf. hefur bælt niður með harðri hendi hneigð sína lil smáatriða án þess að hugsunin, sem hann hefir gjarnan ósjálfrátt um þau milli skrifuðu línanna, fipi nokkurn tíma hann eða lesandann. Markmið og þráður hvers formálakafla eru því skýr, og maður fær einhvern veginn þá trú við lesturinn, að vandleg athugun fel- ist þar bak við hverja grein. Það er á þessa lund, en ekki sakir mælsku, sem Jón er að verða vel ritfær maður. Allmikið djarfræði er að leysa Sturl- ungti upp í frumrit sín, en það hefir Jón gert i þessari útgáfu. Hverri sögu innan safnsins er skipað sér og samskeyti þeirra leyst sundur eins vel og rannsókn- ir fremstu Sturlunguskýrenda leyfa. Guðbrandur Vigfússon, Björn M. Ólsen og Pétur Sigurðsson hafa þrautrætt þau mál, en Jón dæmt viturlega um vafa- atriðin, sem enn eru. Hann færir góð rök fyrir því, að frásagnir Sturlu Þórð- arsonar nái til Alþingis 1262, ef ekki til þjóðveldislokanna 1264, þegar Gissur tók af lt'fi Þórð Andrésson. Með þeim frásögnum er 1. bd. Sturlungu látið enda hér. En Þórðar saga kakala, Svín- fellinga saga, Þorgils saga skarða, Sturlu þáttur og Arons saga mynda síð- ara bindið. Útgefendum hefir verið ljóst, að með skiptingunni í sérstakar STÍGANDI 215
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.