Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 11
Hjá aldintrénu af hógværð, en er þó ekki með öllu út í hött, því sums staðar er eins og hin nakta heimspekilega hugsun þess sé ofurliði borin og kaffærist í orðkynngi og hugarflugi þýðandans. Erindi sem í enskri lausamálsþýðingu er á þessa leið: Darkness was hidden in darkness. The all was fluid and formless. Therein, in the void, by the fire of fervour arose the ONE. verður í þýðingu Jóns svohljóðandi: Svo þrumdi veröldin hjúpuð og hulin í myrkri einn hafsjór án birtu sem luktist um dulkrafta fólgna, unz einn þeirra sprengdi sig út, sem varð hýðinu styrkri, er eldþrungin krepping lét megin hans remmast og bólgna. En við lestur þessara erinda um upphaf heimsins vaknar ósjálfrátt sú spurn- ing hvort fornyrðislag hefði ekki verið vel við hæfi, því margt minnir þar á upphaf Völuspár. Það er athyglisvert að Jón þýðir engin kvæði frá hinni klassísku fornöld Grikkja og Rómverja, og er það raunar í samræmi við það fálæti sem menn hafa sýnt menntum þess tímabils hér á okkar öld. Þó má segja að bættur sé skaðinn, bæði af því að téðum menntum höfðu verið gerð betri skil á öld- inni á undan og einkum þó hinu að Jón opnar með þýðingum sínum ís- lenskum lesendum í staðinn þeim mun betur leið til margra fjársjóða miðaldaskáldskapar sem þeim mundu ókunnir ella. En það merka tímabil, miðaldir, er oft litið hornauga af svonefndum „upplýstum" nútímamönn- um sem vilja kenna það við myrkur og fáfræði, þótt það hvort tveggja sé, þegar öllu er á botninn hvolft, aðallega þeirra megin. Bókmenntir miðalda eru til að mynda miklu fjölskrúðugri en margan grunar, og verður raunar að viðhafa ýmsar skiptingar og flokkanir, ef gera á þeim skil. Meginskipt- ingin er þar milli bókmennta á því lærða máli, latínu, annars vegar og bók- mennta á þjóðmálum ýmsum eða „vernakúlar“ hins vegar, og eru í fyrri flokknum einkum rit fræðilegs og heimspekilegs eðlis og andlegur skáld- skapur, en í hinum síðari öllu veraldlegri verk, svo sem hetjukviður og al- þýðlegar ballöður eða danskvæði, og svo skemmtilega vill til að Jón Helga- son gefur okkur ágætt sýnishorn af öllu þessu í þýðingum sínum. En lat- ínukveðskap má svo aftur skipta niður eftir því hvort hann er ortur undir háttum Forn-Grikkja og Rómverja eða hvort þar er beitt þeim nýju háttum sem ruddu sér til rúms síðar, þegar þörf var á að tjá sterka innri tilfinningu og byggja þá á rími og áherslum og frjálsari hrynjandi. Einkar forvitnilegur í þessu tilliti er kveðskapur Prudentiusar sem var 265
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.