Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 20
Tímarit Máls og menningar
Röslein ehrte sich und stach,
Half ihm doch kein Weh und Ach,
Musst’es eben leiden. . .
rósin stakk og reif hans góm,
reiðra skapa beið hann dóm
allt að efstu stundu. . .
Jón er einnig kominn út á nokkuð hálan ís þegar hann velur sér til þýðingar
hin undurfögru ljóð Marianne von Willemer, góðvinu Goethes, Til austan-
vindsins og Til vestanvindsins, sem Goethe lagði í munn Súleiku í kvæða-
safni sínu West-östlicher Divan og voru talin hans eigin, þótt hann að
þessu sinni hafi fremur verið yrkisefnið en sá sem orti. Ljóðin eru nefnilega
afar viðkvæm, og sá ljúfi tónn sem þau eru ort í er ekki akkúrat sá tónn
sem Jóni er tamastur:
Ach, die wahre Herzenskunde,
Liebeshauch, erfrischtes Leben
Wird mir nur aus seinem Munde,
Kann mir nur sein Atem geben.
Þótt þýðing Jóns sé eins og endranær gerð af hagleik og orðkynngi, getur
það orðið á kostnað látleysis og innileika eins og í einmitt þessu erindi:
Aftur lífgast æskumáttur,
ástarglæðing snytrir sefa,
allt það megnar andardráttur,
orð og nánd hans mér að gefa.
Úr þýsku er einnig stúdentasöngurinn Þið stúdentsárin æskuglöð eða O al-
te Burschenherrlichkeit, og er þar komið að sérstökum kapítula í þýðing-
um Jóns sem tengist raunar greinilega fræðimannsstarfinu, með því að
söngvar af þessu tagi virðast vera eins og nauðsynlegt krydd í grámyglu
hins akademíska lífs. Þessi þýðing og ekki síður þýðingin á Gaudeamus igi-
tur eða Kætumst meðan kostur er, hafa reynst prýðilega sönghæfar, enda
kyrjaðar óspart fullum hálsi þar sem dimittendi eða studentes koma saman
við hátíðleg tækifæri. Úr sænsku þýðir Jón einnig söngva af svipuðum
toga, þar sem eru tveir af Söngvum Fredmans eftir Bellman og einn af
Gluntasöngvum Wennerbergs, og eru þeir söngvar með hinu hressilegasta
bragði og skemmtilegt innlegg meðal þyngri kvæða í safninu.
Meðal þýðinga Jóns úr Norðurlandamálum kennir fleiri grasa og sumar
þeirra eiga sér sterka samsvörum í frumkveðnum ljóðum Jóns. Þannig er
háðkvæði Frans G. Bengtssons um franska oflátunginn og trúbadúrinn
274