Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 29
Bergljót Kristjánsdóttir
Um beinfætta menn og bjúg-
fætta, kiðfætta, kríngilfætta
og tindilfætta
I
I bókinni Skeggrœður gegnum tíðina (1972) spyr Matthías Jóhannessen
Halldór Laxness hvort ýmsir muni ekki líta svo á að hann hafi lært af Ber-
tolt Brecht í leikritagerð. Halldór tekur spurningunni fálega, innir eftir
hvort menn hafi þá einkum söngvana í huga og bendir á að söngvar ein-
kenni ekki síður verk Shakespeares en Brechts. Því næst spjallar hann dá-
litla stund um leikhúskenningar og gáfur þýska rithöfundarins og segist
sjálfur alltaf hafa farið að heimsækja hann þegar hann var staddur í Austur-
Berlín.
Þegar Matthías ítrekar spurningu sína og segir:
„Mundir þú samt ekki hafa lært mest af honum?"1’ ansar Halldór að
bragði:
„Nei, akkúrat ekki neitt! Eg sé enga líkingu með mínum verkum og
Brecht — þó setning frá anarkistaárum hans um að maðurinn sé ekki nógu
vondur fyrir þennan heim hafi hrifið mig á sínum tíma.“2)
Fjórum árum eftir að Halldór talar svo til íslenskra lesenda tekur blaða-
maðurinn Josef-Hermann Sauter viðtal við hann og spyr m.a. hvaða sam-
tímarithöfundur hafi einkum haft áhrif á hann. Þýskum lesendum svarar
Halldór á þessa lund:
„Ég held ég hafi ef til vill bara lært af einum þýskum rithöfundi, - ef tal-
að er um samtímahöfunda þýska - þ.e.a.s. af Brecht. Við vorum góðir vinir
og þegar ég var í Berlín á 3. áratugnum var ég tíður gestur í leikhúsinu. Ég
hef alltaf verið dyggur lesandi Brecht, ekki síst ljóða hans, og nokkur af
leikritum hans urðu mér afar lærdómsrík lesning.“ 3)
Þeir sem unna verkum Halldórs kippa sér naumast upp við andstæðar
yfirlýsingar af þessu tagi, miklu líklegra er að þeir brosi í kampinn og
gleðjist yfir því að vita sinn vin sjálfum sér líkan. En hvernig sem því er far-
283