Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 41
Um beinfœtta menn er láta drepa Hávar föður Þorgeirs þar eð þeir una ekki þeim ódæmum að til þeirra sé stefnt „skillitlu fólki“ af öðrum landshlutum. 27) Og þar með er komið að meginatriðinu er tengir feril Ólafs við Island sögunnar. Hliðstæðurnar í persónusköpun og ýmis konar samspil klippi- eininga í fyrri og seinni hluta sögunnar eru nýttar til að sýna að samfé- lagsforsendurnar sem ala hann af sér, gera honum kleift að ná völdum og sitja á valdastóli alllanga hríð, eru fyrir hendi á Islandi ekki síður en í Nor- egi. Það gildir jafnt um stéttaskiptinguna sem getur hann af sér og þá eigna- stétt er styður hann til valda, með því að múta eða þiggja mútur. Frásögnin af Olafi sýnir því ekki síst hve Gerp/whöfundur telur brýnt að menn hugsi um Island samtímans í víðu alþjóðlegu samhengi, dragi ályktanir og bregð- ist við í samræmi við það. Islenskt þjóðfélag lýtur sömu lögmálum og önnur borgaraleg samfélög á hnettinum og býður því sömu hættum heim. Kjósi lesendur ekki að fá kið- fætta menn á valdastóla, verða þeir að breyta því samfélagi sem skapar ríka menn og fátæka, upplýsta og óupplýsta, eða m.ö.o. því samfélagi sem elur beinfætta menn og bjúgfætta, kiðfætta, kríngilfætta og tindilfætta! V Ymsir hafa litið svo á að Gerpla væri persónusaga Þormóðar Kolbrúnar- skálds og aðrir hafa túlkað söguna einkum með hliðsjón af örlögum hans. Það hefur því verið útbreidd skoðun að sagan bæri vitni um svartsýni höf- undar síns: Þormóður yfirgæfi giftu og grósku í Ogri til að fylgja hetju- hugsjón sinni en stæði uppi að bókarlokum með rústir blekkingarinnar ein- ar. Af því mætti sjá að trú Halldórs Laxness á manninn og framfaramögu- leika hans hefði verið heldur takmörkuð við upphaf sjötta áratugarins.28) — Mig langar að endingu að líta á frásagnir af Þormóði og niðurlag Gerplu. Því miður verð ég að stikla á stóru. Sagan lýsir m.a. átökum sem verða um skáldið, jafnt innra með því sjálfu sem utan þess. Það eru einkum fjórar persónur sem gera tilkall til Þormóðs og takast á um hann, beint eða óbeint, þ.e.: Kolbrún í Hrafnsfirði og Þor- geir Hávarsson, Þórdís í Ogri og Olafur digri. Sumir hafa talið að í tog- streitu þessara persóna væri öðru fremur teflt fram andstæðunum einkalífi og afskiptum af samfélagsmálum og kæmu yfirburðir einkalífsins fram í lýsingum á Ögurárum Þormóðar en þau eru gjarnan talin ídeal höfundar.29) Ýmsir hafa einnig álitið að lýsing kvennanna tveggja og frásagnir af við- skiptum þeirra við skáldið vitnuðu um tvíhyggju, jafnvel kristilega.30) Hvorttveggja viðhorfið strandar á því að í Gerplu er hvergi að finna algild- ar stærðir. Eins og fyrr hefur verið vikið að ei* söguheimurinn kvikur; sér- 295
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.