Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 52

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 52
Tímarit Máls og menningar I Normandí bjargar kona nokkur lífi hans eftir að hann hefur átt þátt í að drepa mann hennar. Þegar þessi kona leggst grátandi fyrir framan hetj- una í hvílu hans fáum við í fyrsta sinn að sjá Þorgeir Hávarsson hræddan: En Þorgeiri garpi Hávarssyni var eigi sú list lagin að hugga konur og hefst hann eigi að. Finnur hún glögt að gesturinn skilur eigi tár hennar þá er hún grætur, fremur en mál hennar er hún kostar að mæla við hann, en liggur fyrir ofan hana sem annar timburstokkur, með stjarfa í andliti svo sem sá maður er af svefni vaknar við það að skriðið hefur í hvílu hjá honum eitt forógnar- mikið león meðan hann svaf, reiðubúið að hremma hann og eta upp ef hann deplar auga. Og að lokum bregður konan á það ráð að þerra af sér tárin. (256) Á bak við háværa kvenfyrirlitningu Þorgeirs býr skelfingin sem grípur hann þegar konan leggst hjá honum og vill að hann huggi sig. Hann hafnar konunni með þeim rökum að hann vilji ekki bregðast væntingum Þor- móðs, fóstbróður síns - það segir okkur að Þorgeir velur að halda fast við sína fyrri lífsskoðun þó að hann viti nú betur. Við munum koma aftur að þessu vali og óttanum — sem okkur var sýndur. III Þormóður Bessason er gerður andstæða Þorgeirs Hávarssonar á öllum sviðum. Þormóði er lýst sem fallegum karlmanni; hann er beinvaxinn, grannvaxinn og fagurlimaður. Hann er glaðlyndur, áhrifagjarn og erótísk- ur. Það sem sameinar hann og Þorgeir og verður grundvöllur fóstbræðra- lagsins eru stórmennskuhugmyndir beggja. Olík viðhorf þeirra til kynferð- ismála og kvenna er það sem þá virðist greina mest á um — eins og fram kom í tilvitnun hér að framan. I Gerplu er Þormóður móðurlaus, móðir hans er fjarverandi í bókinni og hvergi getið. Þormóði er „gott til kvenna“ eins og það er kallað. Ferðir hans út og inn um litla glugga bændadætra eru óteljandi en aðeins tvær konur leika stór hlutverk í lífi hans; Kolbrún og Þórdís. Þessar tvær konur eru andstæður; Kolbrún er dökk, þrekin, holdleg - tröllkonan sem ræður yfir undirdjúpunum; Þórdís er ljós, grönn, meyja - valkyrjan sem ríður yf- ir himinninn. Þormóð dreymir að þessar konur kasti fjöreggi hans/lífi hans á milli sín. Það er athyglisvert að Þormóður er algjör þolandi í eigin draumi, það eru konurnar tvær sem ákvarða líf hans. Þetta sýnir fyrst og fremst að Þor- móður getur ekki, eða vill ekki, velja á milli þeirra. Danski bókmenntafræðingurinn Thomas Bredsdorf hefur skrifað bók sem heitir Börn Tristans^, um sams konar afstæður og lesa má út úr ástarlífi \ 306
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.