Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 57
Aldrei gerði Kristur sálu Þórelfi, vorri móður . . . Olafs. Ólafur Haraldsson hefur satt að segja hverfandi lítinn áhuga á kon- um. Við skulum skoða lýsingu persónunnar þar sem hann kemur fram í fyrsta sinn í sögunni en það er þegar fjöldamorðin í Kantaraborg eru af- staðin og sigrinum skal fylgt eftir: . . . réð þar fyrir pyndíngum úngmenni eitt úr Noregi, af Vestfold; þessi sveinn var bleikur yfirlitum, lágur vexti en ákaflega feitur og hlaunameiri en flestir menn, svo að hann kjagaði í spori. Hann nefndist Olafur Haraldsson og var af skipamönnum kallaður hinn digri. Sveinn þessi var handsmár mjög og bar hríng á hverjum fíngri, en á sumum tvo eða þrjá, og hafði gyrðan sig silfurbeltum tveim, var annað utan yfir hinu; en af sökum vaxtarlags hans höfðu slitnað sundur beltin og var aukið snærum milli spánganna. (191) Lýsingin er grótesk. Það eru ýktir kvenlegir drættir í útliti Ölafs; hann er rassmeiri en karlmenn eru vanir að vera, með undursmáar hendur og í klæðaburði er hann glysgjarn á grófan, smekklausan hátt eins og vændis- konum er oft lýst í bókmenntunum. (Þetta kemur líka fram í lýsingunni á bls. 275). Þó gegnir þessi maður hlutverki pyntingameistarans, en það hlut- verk held ég að konur hafi aldrei tekið að sér. Þessi einkennilega persóna, þessi rassmikli, handsmái, skreytti karlmaður kallar fram hugmynd, mynd okkar af geldingnum. En Ólafur Haraldsson er ekki geldingur - ekki líkamlega. Hvað felst þá í lýsingunni? Hvað er að vera geldingur? Geldingur er sá karlmaður sem hefur verið sviftur karlmennsku sinni, getu sinni og þar með gerður líkamlega að manneskju sem er hvorki karl, né kona. I sálgreiningu Freuds gegnir geldingin lykilhlutverki. Fyrsta ástar- samband sonarins er við móðurina, það eru jafnframt sifjaspell sem samfé- lagið/faðirinn bannar að viðlagðri hótuninni um geldingu, hótuninni um að barnið muni hvorki verða karl né kona. Taki sveinbarnið afstöðu með til- finningum föðurins, gegn tilfinningum sínum til móðurinnar getur hann orðið annaðhvort eins og faðirinn eða einhver önnur föðurleg fyrirmynd, barnið getur ekki fengið bæði ástarsambandið við móðurina og viðurkenn- ingu föðurins.81 þessum skilningi sálgreiningarinnar felst það að öll höfum við gengist undir skerðingu á þrám okkar (geldingu, missi) til að fá það bætt upp á annan hátt, fyrst og fremst með málinu. Óhugnaðurinn sem hinn raunverulegi geldingur vekur felst í því að miss- ir hans er sjáanlegur, hann getur ekki annað en minnt þá „eðlilegu“ á flóknustu og óttablöndnustu myndirnar í þeirra eigin þroskasögu, myndir sem þeir hafa grafið djúpt niður í afkima hins dulvitaða. Ólafur Haraldsson ber missi sinn utan á sér á sama hátt og geldingurinn 311
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.