Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 61
Aldrei gerði Kristur sálu Þórelfi, vorri móbur . . . Eftir þessa geðveiku rökfléttu er jarðvegurinn undirbúinn fyrir næsta hluta ræðunnar sem er krafa um skilyrðislausa hlýðni, skipun um gjöreyð- ingu. Er það mín skipan að þér þyrmið aungu kykvendi er lífsanda dregur í Nor- egi, og gefið eigi skepnubarni grið þar til er eg hef feingið alt vald yfir land- inu. Og hvar sem þér sjáið búandmann við hyski sínu á akri eða eingi, á þjóðgötu eða eikjukarfa, þá gángið þar milli bols og höfuð á; og ef þér sjáið kú, þá leggið hana; og sérhvert hús, berið eld að, og hlöðu, látið upp gánga; og kvernhús, veltið því um koll; brú, brjótið hana; brunn, mígið í hann; því að þér eruð frjálsunarmenn Noregs og landvarnarlið; en hvað eina er þér komist að með réttu eða raungu, dautt eða kvikt, mjólk og slátur eða penn- ínga, alt skal vera yðvart herfáng, nema gull á konúngurinn sjálfur; og skal ekki fyrir yður við mega standa uns þér hafið lagt Noreg að fótum mér. Góðir menn, förum nú til og brennum Noreg í eldi. (486) Þessi hluti ræðunnar er bundinn með stuðlum og endurtekningum: það sem er endurtekið er hið formlega, setningafræðilega merki um röksam- band þ.e. skilyrðissetningarnar „ef-þá“, „hvar sem-þá“. Undansettar ef- setningar voru algengar í norsku lagamáli á miðöldum.10 Setningafræðin, röð orðanna, verður þannig merkingarbær í ræðu Olafs, þetta er mál lög- gjafans, valdsins. Takturinn verður æ stríðari, samtengingunum er sleppt, setningarnar verða æ styttri, boðhátturinn meira áberandi - uns slakað er á spennu textans með hinni kærkomnu niðurstöðu, hinni röklegu slaufu: „Því að þér eruð frjálsunarmenn Noregs og landvarnarlið.“ Boðskapur konungsins er bæði einfaldur og flókinn; öll uppbygging skal eyðilögð, öllu lífi útrýmt og hann gengur enn lengra, hann leggur til atlögu gegn sjálfu lífslögmálinu, móðurjörðinni, líkama frummóðurinnar sem skal brenndur í eldi. A rústum siðmenningarinnar, á brenndum líkama móðurinnar segist Ólafur síðan munu reisa þúsundáraríki sitt og hermanna sinna. Þeir munu verða herraþjóð, sigurvegarar sem ráða fyrir þrælum sínum og öðrum und- irsátum. Draumsýn Ólafs eru einu hugsanlegu lok ræðu hans; þar sem eng- inn veruleiki er lengur, og engin veruleikatengsl, tekur ævintýrið, skáld- skapurinn við. Fræðimenn hafa bent á að ræða Ólafs Haraldssonar sé fasísk og svipi sterklega til áróðursræðna Göbbels, sem voru mönnum í fersku minni þá er Gerpla kom út. En við höfum séð að málið snýst ekki aðeins um hina meðvituðu hugmyndafræði, hinn meinta boðskap, heldur líka - og ekki 315
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.