Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 61
Aldrei gerði Kristur sálu Þórelfi, vorri móbur . . .
Eftir þessa geðveiku rökfléttu er jarðvegurinn undirbúinn fyrir næsta
hluta ræðunnar sem er krafa um skilyrðislausa hlýðni, skipun um gjöreyð-
ingu.
Er það mín skipan að þér þyrmið aungu kykvendi er lífsanda dregur í Nor-
egi, og gefið eigi skepnubarni grið þar til er eg hef feingið alt vald yfir land-
inu. Og hvar sem þér sjáið búandmann við hyski sínu á akri eða eingi, á
þjóðgötu eða eikjukarfa, þá gángið þar milli bols og höfuð á; og ef þér sjáið
kú, þá leggið hana; og sérhvert hús, berið eld að, og hlöðu, látið upp gánga;
og kvernhús, veltið því um koll; brú, brjótið hana; brunn, mígið í hann; því
að þér eruð frjálsunarmenn Noregs og landvarnarlið; en hvað eina er þér
komist að með réttu eða raungu, dautt eða kvikt, mjólk og slátur eða penn-
ínga, alt skal vera yðvart herfáng, nema gull á konúngurinn sjálfur; og skal
ekki fyrir yður við mega standa uns þér hafið lagt Noreg að fótum mér.
Góðir menn, förum nú til og brennum Noreg í eldi. (486)
Þessi hluti ræðunnar er bundinn með stuðlum og endurtekningum: það
sem er endurtekið er hið formlega, setningafræðilega merki um röksam-
band þ.e. skilyrðissetningarnar „ef-þá“, „hvar sem-þá“. Undansettar ef-
setningar voru algengar í norsku lagamáli á miðöldum.10 Setningafræðin,
röð orðanna, verður þannig merkingarbær í ræðu Olafs, þetta er mál lög-
gjafans, valdsins. Takturinn verður æ stríðari, samtengingunum er sleppt,
setningarnar verða æ styttri, boðhátturinn meira áberandi - uns slakað er á
spennu textans með hinni kærkomnu niðurstöðu, hinni röklegu slaufu:
„Því að þér eruð frjálsunarmenn Noregs og landvarnarlið.“
Boðskapur konungsins er bæði einfaldur og flókinn; öll uppbygging skal
eyðilögð, öllu lífi útrýmt og hann gengur enn lengra, hann leggur til atlögu
gegn sjálfu lífslögmálinu, móðurjörðinni, líkama frummóðurinnar sem skal
brenndur í eldi.
A rústum siðmenningarinnar, á brenndum líkama móðurinnar segist
Ólafur síðan munu reisa þúsundáraríki sitt og hermanna sinna. Þeir munu
verða herraþjóð, sigurvegarar sem ráða fyrir þrælum sínum og öðrum und-
irsátum. Draumsýn Ólafs eru einu hugsanlegu lok ræðu hans; þar sem eng-
inn veruleiki er lengur, og engin veruleikatengsl, tekur ævintýrið, skáld-
skapurinn við.
Fræðimenn hafa bent á að ræða Ólafs Haraldssonar sé fasísk og svipi
sterklega til áróðursræðna Göbbels, sem voru mönnum í fersku minni þá
er Gerpla kom út. En við höfum séð að málið snýst ekki aðeins um hina
meðvituðu hugmyndafræði, hinn meinta boðskap, heldur líka - og ekki
315