Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 63

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 63
Aldrei gerði Kristur sálu Þórelfi, vorri móður . . . í þessari nöktu angist finnur Þormóður kolbrúnarskáld konung sinn, sinn föður, sitt átrúnaðargoð, þann sem átti að tryggja ódauðleika hans sjálfs. Orð skáldsins missa merkingu sína: Styttu nú stundir konúngi þínum, skáld, segir Olafur Haraldsson, og flyt hér gerplu þína undir hörginum í nótt. Skáldið svarar og nokkuð dræmt: Nú kem eg eigi ieingur fyrir mig því kvæði, segir hann, og stendur upp seinlega, og haltrar á brott við lurk sinn, og er horfinn bak hörginum. Þá var túngl geingið undir og felur nóttin dal og hól að Stiklarstöðum, og svo hinn síðfrjóva hegg. (493)" V Nú er komið að því að virða fyrir sér það sem komið hefur í ljós eftir að rakið hefur verið úr Gerpluvefnum. Þrisvar hafa þræðirnir mæst á sama staðnum - í óttanunr, ótta Þorgeirs hjá ekkjunni í Normandí, ótta Þor- móðs hjá Kolbrúnu á Grænlandi, ótta Olafs Haraldssonar nóttina fyrir orrustuna á Stiklarstöðum. Er ótti þessara manna sá sami? Hvað óttast þeir? Hvers vegna bregðast þeir allir eins við ótta sínum? Búlgarsk/franski sálgreinandinn Julia Kristeva hefur skrifað bók um Vald hins óhugnanlega'2, þar sem hún lýsir því hvernig hugmyndin um heimsendi á djúpan samhljóm í sálarlífi okkar allra. Hún talar um fyrstu mánuðina í lífi barnsins, þegar það veit að það er aðskilið frá móðurinni, en er ekki orðið til sem einstaklingur. Tiifinningar þessa tímabils eru kaotískar, einkennast af upplausn, það eru engin mörk orðin til, aðeins hamslausar, mótsagnakenndar tilfinningar; minningin um algleymið, þráin eftir því og jafnframt martröðin sem barnið kastast inn í, óttinn við að leysast upp, vera gleyptur, sogast niður í tómið. Hinn djúpstæði tvískinnungur þessa tímabils, loforðið og hótunin, er óbærilegur og barnið getur ekki losnað úr þessu ástandi fyrr en þriðji aðil- inn fleygar samband þess við móðurina. Þannig fæðist sjálf mannsins með því að hann hafnar ást móðurinnar af hryllingi. Þennan frumstæða ótta og viðbjóð má sjá í Gerplu; í húsi ekkjunnar í Normandí, sem er með barn á brjósti, liggur heljarmikil gylta með grísi á spenum. Augu Þorgeirs renna frá svíninu til konunnar og fyrri myndin rennur yfir þá seinni. Þegar Þormóður vaknar af svefni sínum hjá Kol- brúnu á Grænlandi sér hann „ferlíki nokkurt við hlið sér meira og þrútnara en eingi önnur skepna sú er þó hefur náð konu líki“ (358). Hetjuhugsjónin, karlmennskan, dýrkun valdsins er svar eða flótti frá þessum viðbjóði, þessum ótta við „hið kvenlega", sem er eins og hljóm- botn í bókinni. Kristeva segir: 317
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.