Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 72

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 72
Tímarit Máls og menningar í tuskuna fyrir innan. Jafnvel þó hún tyllti sér á tá náði hún tæpast til að þvo efstu rúðurnar. Hún hélt sér dauðahaldi með annarri hendi í vafningsviðargrein um leið og hún reyndi að afmá óhrein- indin með hinni. A meðan María var að bisa við þetta hallaðist glugginn sem hún hafði komið út um sífellt meira aftur. Að lokum small hann í falsið með lágværri stunu og hún var lokuð úti. En svo upptekin var hún við að ná skítnum burt að hún tók ekki einu sinni eftir því. Vafningsviðurinn hafði fikrað sig upp frá klettinum í tímanna rás. Hann myndaði nú þéttofna breiðu upp eftir veggjunum svo ekki varð greint nema kastalinn og kletturinn væru eitt. Það var sem kastalinn hefði sprottið þarna upp úr jörðinni á grænni brók. María var að gefast upp við frönsku gluggana. Það var sama hvernig hún nuddaði og strauk, móðan breiddi sig yfir glerið jafn- óðum. Þegar hún hafði lokið við neðstu rúðurnar voru þær efstu ná- kvæmlega eins og áður, svo skýjaðar að varla varð nokkur hlutur greindur í gegnum þær. Hún ákvað að láta við svo búið standa og fara heim þó henni væri það þvert um geð. En þegar hún ætlaði að opna gluggann til að komast inn aftur stóð hann blýfastur. Það var ekki á honum að sjá að hann hefði verið opnaður í hundrað ár. María fann ískalda skelfinguna hellast yfir sig. Hún hafði ekki heyrt í hinum konunum frá því um miðjan dag. Þær myndu heldur aldrei heyra til hennar né sjá hana í gegnum gluggana sem versnuðu stöðugt og voru nú mattir og svartir. Grænir mosahnoðrar voru farnir að spretta upp efst í hornunum. María snéri sér hægt við því hún gat ekki lengur afborið að horfa á ógeðslegt grómið breiðast út með undraverðum hraða rétt við andlitið á henni. Hún stóð á gluggasyllunni í kvöldsólinni og horfði yfir dalinn. Hendur hennar voru teygðar út til hliðanna sem armar Krists á krossinum og hún hélt sér í vafningsviðinn beggja megin við gluggann. Innra með henni hafði skelfingin vikið fyrir undarlegri ró. Hún leit út yfir friðsælt þorpið, yfir akrana og skóginn í fjarska og hugs- aði með sér að hún hefði þó allavega gert skyldu sína. Sem snöggvast fann hún sáran sting í öðrum lófanum. Hún leit til hliðar og sá að vafningsviðurinn hafði skotið sprota í gegnum hönd- ina á henni. Andartaki seinna fann hún sting í hinum lófanum og 326
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.