Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 74
Stefán Snævarr Ævintýri handa fullorðnum NEONLJÓSIN Norðurljósin eru hofmóðug, gera sig kostbær. Þau dansa ekki fyrir menn- ina nema endrum og eins, á skírum, köldum, vetrarkvöldum. En neonljósin eru alþýðleg, þau stíga dans í takt við gullið kvöld eftir kvöld, nótt eftir nótt. Einu sinni var neonljósaskilti sem skein fréttum og auglýsingum nótt sem nýtan dag. Eftir hverja frétta- og auglýsingahrinu stöfuðu ljósin „leigðu mig sími 188888.“ Fólk gat sem sagt hringt í þetta númer og pantað neonauglýsingar. En einn góðan veðurdag stöfuðu ljósin ekki númerinu væna, heldur „hjálpaðu mér, mér leiðist." Furðulostnir störðu vegfarendur á þessi Fróðárundur. Ljósaskilti sem leiðist, ekki nema það þó! „Það er svo leiðinlegt að segja bara það sem aðrir hugsa. Hvað varðar mig um Reagan og Gorbatsjov eða stríðið milli Búrkina Fasó og Malí, um ágæti þvotta- dufts eða endingu saumavéla? Ekki þvæ ég föt og ekki sauma ég flíkur, ég ljósálfurinn, barn rafmagnsins." En úr mannheimum var enga hjálp að fá. Reiðir vegfarendur gripu steina og annað lauslegt og grýttu í skiltið sem fórst með voveiflegum hætti. Því við mennirnir erum börn hins myrka holds, við óttumst og hötum sviflétt börn ljóssins eins og skrattinn Guð almáttugan. ELDUR EINN ÞAÐ VEIT Eldurinn var einmana. Hann var það eina í heiminum sem lifði og flökti án þess að hafa líkama, það eina sem fór hraðfari án þess að hafa fætur eða vængi. „Ó, Guð sendu mér einhvern sem líkist mér, einhvern sem fer hraðfari fótalaus og vængjalaus," bað eldurinn. Og Guð birtist í þrumuskýi og mælti: „Eg skal verða við bón þinni ef þú færir mér stóra skóginn að brennifórn". „Það skal verða, ó Drottinn, ég skal fórna þér öllum skógum jarðarinnar ef þú sendir mér félaga“. Og eldurinn æddi um skóginn í sex daga og sex nætur og dýrin flýðu eins og fætur toguðu en fórust þó flest. Eitt þeirra sem undan komst var api einn mikill og ófrýnilegur. En þegar 328
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.