Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 74
Stefán Snævarr
Ævintýri handa fullorðnum
NEONLJÓSIN
Norðurljósin eru hofmóðug, gera sig kostbær. Þau dansa ekki fyrir menn-
ina nema endrum og eins, á skírum, köldum, vetrarkvöldum. En neonljósin
eru alþýðleg, þau stíga dans í takt við gullið kvöld eftir kvöld, nótt eftir
nótt.
Einu sinni var neonljósaskilti sem skein fréttum og auglýsingum nótt
sem nýtan dag. Eftir hverja frétta- og auglýsingahrinu stöfuðu ljósin
„leigðu mig sími 188888.“ Fólk gat sem sagt hringt í þetta númer og pantað
neonauglýsingar. En einn góðan veðurdag stöfuðu ljósin ekki númerinu
væna, heldur „hjálpaðu mér, mér leiðist." Furðulostnir störðu vegfarendur
á þessi Fróðárundur. Ljósaskilti sem leiðist, ekki nema það þó! „Það er svo
leiðinlegt að segja bara það sem aðrir hugsa. Hvað varðar mig um Reagan
og Gorbatsjov eða stríðið milli Búrkina Fasó og Malí, um ágæti þvotta-
dufts eða endingu saumavéla? Ekki þvæ ég föt og ekki sauma ég flíkur, ég
ljósálfurinn, barn rafmagnsins."
En úr mannheimum var enga hjálp að fá. Reiðir vegfarendur gripu steina
og annað lauslegt og grýttu í skiltið sem fórst með voveiflegum hætti. Því
við mennirnir erum börn hins myrka holds, við óttumst og hötum sviflétt
börn ljóssins eins og skrattinn Guð almáttugan.
ELDUR EINN ÞAÐ VEIT
Eldurinn var einmana. Hann var það eina í heiminum sem lifði og flökti án
þess að hafa líkama, það eina sem fór hraðfari án þess að hafa fætur eða
vængi. „Ó, Guð sendu mér einhvern sem líkist mér, einhvern sem fer
hraðfari fótalaus og vængjalaus," bað eldurinn. Og Guð birtist í þrumuskýi
og mælti: „Eg skal verða við bón þinni ef þú færir mér stóra skóginn að
brennifórn". „Það skal verða, ó Drottinn, ég skal fórna þér öllum skógum
jarðarinnar ef þú sendir mér félaga“. Og eldurinn æddi um skóginn í sex
daga og sex nætur og dýrin flýðu eins og fætur toguðu en fórust þó flest.
Eitt þeirra sem undan komst var api einn mikill og ófrýnilegur. En þegar
328