Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 82
Tímarit Máls og menningar ekki á snillinginn eins og margir rómantískir samtímamenn hennar. Sjálfs- hæðni finnst henni hollari og eðlilegri en sjálfsupphafning. En hún trúir heldur ekki á feðraveldið. Hvað eftir annað sýnir hún hvað það er fáránlegt að ungt fólk hlýði eldra fólki sem ekkert hefur lært á langri ævi. Allar söguhetjur hennar eru eða verða fyrir eigin tilverknað þroskaðri en foreldr- ar þeirra eða forráðamenn - með því að íhuga sinn gang og taka ábyrgð á eigin lífi. En einstaklingar hennar þroskast ekki á að ráfa uppi um fjöll og firnindi, þeirra staður er í samfélagi við aðra. Takmark Jane Austen er að sýna hvað fólk virkar miklu betur í samfélagi ef það nær góðum per- sónuþroska. Leiti lesandi að yfirborðseinkennum rómantísku stefnunnar finnur hann þau fá í bókum Jane Austen - villt ytra og innra landslag í ofviðri og myrkri, dýrkun snillingsins og tilfinninganna. En vald og réttur einstakl- ingsins yfir eigin lífi og tilfinningum var ennþá sterkara einkenni hjá þeim höfundum stefnunnar sem skiptu máli, einstaklingurinn sem höfuð eigin siðferðisdómstóls, eins og D. W. Harding segir í grein um enskar bók- menntir þessa tíma. Það er einmitt eitt megineinkenni á Jane Austen sem rithöfundi og alveg í takt við uppreisn samtímamanna hennar rómantískra gegn fyrirfram gefnum og sjálfvirkum reglum þjóðfélagsins. Hún trúði ekki á óhamdar tilfinningar, en bæling þeirra er henni heldur ekki að skapi. Söguhetjur Hroka og hleypidóma eru umkringdar fólki með bæklað tilfinningalíf - vegna þröngsýni eins og frú Bennet, vegna örlaga- ríkra mistaka við makaval eins og maður hennar, vegna hroka eins og lafði Catherine. Af þessu þurfa söguhetjur að draga ályktanir og finna leið sem hentar þeim. Jane Austen var ljóst að hún stóð á mótum tveggja tíma. Iðnbyltingin er að breyta öllum samfélagsháttum en þó hefur enn ekkert breyst í lífi og réttindum kvenna. Margaret Kirkham leiðir að því sannfærandi rök í bók- inni Jane Austen. Feminism and Fiction að Jane Austen hafi nauðaþekkt rit kvenfrelsissinnanna bresku á 18. öld, til dæmis bækur Mary Wollstone- craft, þess vegna hafi hún þóst sjá að staða kvenna færi að breytast og viljað ýta undir þróunina. Lausn hennar meðan hún bíður er að gera söguhetjur sínar meðvitaðar um ábyrgðina á eigin lífi. Þær hugsa - „hlýða“ ekki né „elska" - þess vegna eru þær til. Þær lúta ekki lögmálum samfélagsins held- ur sveigja þau eftir megni að eigin þörfum. Breyta að vísu engu en búa sér raunverulegan samastað í tilverunni. Þess vegna eru bækur hennar jafn „vitsmunalega fullnægjandi“ eins og Alastair Fowler segir um þær í splunkunýrri bókmenntasögu sinni, jafn vekjandi á okkar tímum og fyrir tæpum tvö hundruð árum. 336
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.