Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 93
Myndir á Sandi
samhengi milli heimanna tveggja, einingu er ekki byggist á orsakasambandi
heldur goðsögulegri samsvörun.
II
Nútímaskáldsögur veita ekki svör við vandamálum. Þær eru nöfn á vanda-
málum. I mörgum þeirra hefur samband vitundar og umheims glatað áreið-
anleika sínum og komist á hreyfingu, táknkerfið skriðnað og um leið vit-
undin. Samhengið er horfið eða öllu heldur, hæfi vitundarinnar til að skilja
það. Þess í stað svamlar hún án festu milli táknmynda sem flæmast undan
allri merkingu: „Eg var ekki lengur maður heldur augað nakið, stefnulaust
augnaráð á rás um fáránlega veröld“ (Nabokov). Frásögnin dregur dám af
þessu ástandi. Hún er oftast nær illráðanleg, þversagnakennd, ófullnuð og
án lykils. Persónur hennar: andlit án radda, raddir án sögu, brotakenndar
og goðsögulegar í senn. A stundum þenjast þær út ellegar þær dragast sam-
an líkt og stígar þeirra um heiminn, og eru ekki samar frá stundu til stund-
ar, eða þá alltaf samar og án tíma. Oft á tíðum lifa þær í ljósaskilum hins
vitaða og dulvitaða, hrollvekjan skammt undan, vera þeirra klofin frá ein-
hverju. Hverju? Kannski ekki verði komið orðum að því: „Hvað er ég?
Allt sem ég veit um sjálfan mig er að ég þjáist. Og þjáist ég stafar það af því
að við rót sjálfs mín býr sundrun eða klofning. Eg er klofinn. Eg get ekki
nefnt það sem ég er klofinn frá. En ég er klofinn. . . Eitt sinn var það kall-
að guð. Nú er það nafnlaust" (Arthur Adamov). Manneskjan veit það eitt
að hún er skipt hið innra, greind frá einhverju óþekktu og nafnlausu, ein-
hverju sem skynsemin hefur ekki aðgang að. Þetta „eitthvað“ hefur verið
túlkað með ýmsu móti í nútímaskáldsögum enda hnitast margar þeirra um
vitund í leit að sjálfri sér. Túlkunarleiðir hafa einkum verið þrjár:
heilsteypt sjálfsvitund; maður:
merking: guð
Kof
yfirskilvitlegur veruleiki
*tóm
'dulvitund: demónsk orka
í þessum verkum er því oft lýst hvernig nútímaleiki verður til: vitundin
glatar þéttleika sínum og verður hluti af stjórnlausu flæði sem nær um leið
til umheims og tungumáls eða, með öðrum orðum, skynjunin losnar úr
tengslum við „eðliskjarna“, brýst út úr ramma uppeldis og venju, verður
óreiðu að bráð, merkingarleysu og hverfleika.
347