Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Side 32
ingar kunna að vera, falla stjúpsynirnir ekki í freistni, en reka þess í stað
stjúpmæðrum sínum löðrung, svo að oft blæðir úr nösum og jafhvel tennur
losna. Með þessu móti sýna þeir að vísu dyggð sína en að vissu marki líka
skort á mannasiðum. Oftar en ekki verða stjúpurnar nú gagnteknar af illsku
og reiði, enda er það við slíkar aðstæður sem mörg álögin verða til. Kinn-
hesturinn er hlutfallslega algengari í fornaldarsögum en síðari tíma ævintýr-
um, þar sem kóngssonur annað hvort „bregst reiður við“ (skv. stöðluðu
orðalagi) eða „leitar allra undanbragða“. Oft er þessu líka öfugt farið þar sem
stjúpan rekur kinnhestinn. I nokkrum sögum notar hún til þess úlfhanska
og kveður því næst upp álög sín. í eldri gerðum minnisins hefur kinnhestur
stjúpunnar þótt nauðsynlegur liður og í Jóns sögu leikara er hann svo
áhrifamikill að álög stjúpunnar eru bein afleiðing af pústri eða snertingu
með úlfhanska.10 Álög stjúpanna eru mismunandi og mjög svo fjölbreytt, en
myndhverfandi álög eru í meiri hluta. Vinsælt er að breyta kóngssonum í
úlfa eða birni (þ.e. rándýr), en dæmi finnast um ýmislegt fleira.11 Þar sem
stjúpan notar úlfhanska til verksins, þætti manni eðlilegast að fórnarlambið
breyttist í úlf, enda er nokkuð víst að það afbrigði sé mjög gamalt. Umbreyt-
ingin í björn mun þó gömul líka og til er dæmi þar sem maður breytist í
björn eftir að hafa verið sleginn með w//hanska.12
Ennfremur geta álög stjúpanna fólgist í sendingum. Oft þarf hetjan að
hafa uppi á ákveðinni konu, en stundum er hún líka send eftir tilgreindum
hlut eða jafnvel á fund trölla.
Að lokum má geta afbrigðis, þar sem hlutverk hinnar ástleitnu álagastjúpu
er fært í hendur stjúpföður.13 Það er reyndar algengt, eins og fyrr segir, að
(stjúp)feður í sögum og ævintýrum ásælist (stjúp)dætur sínar, en aftur á
móti afar sjaldgæft að þeir séu á þennan hátt færðir inn í hið staðlaða stjúpu-
og álagaminni. Þetta er í sjálfu sér dálítið óhugnanlegra en hin staðlaða gerð
minnisins sem er bæði algeng og alþjóðleg, og hefur líklega aldrei verið tekin
alvarlega. Þegar stjúpunni er hins vegar breytt í stjúpföður — sem er ekki
staðlað ævintýraminni — kemst maður ekki hjá því að hugleiða hvort
einhver sérstök ástæða liggi að baki.
Einar Ól. Sveinsson (sem kalla má brautryðjanda í rannsókn íslenskra
ævintýra) telur að minnið um hina ástleitnu stjúpu hafi allvíða horfið þegar
frásögn ævintýra tók að færast í barnaherbergið.14 Þetta er ekki einsdæmi,
því að sama þróun átti sér stað hvarvetna. Fyrsta ævintýraútgáfa Grimms-
bræðra, Kinder und Hausmarchen, var að miklu leyti miðuð við börn og voru
ógeðfelld og ógnvekjandi atriði einfaldlega sniðin burt eða breytt til betri
vegar. Þróunin á sér enn stað og eru margar af nýjustu ævintýraútgáfunum
orðnar ærið útþynntar, enda hafa allmörg minni misst upprunalegt merk-
30
TMM 1995:3