Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Síða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Síða 32
ingar kunna að vera, falla stjúpsynirnir ekki í freistni, en reka þess í stað stjúpmæðrum sínum löðrung, svo að oft blæðir úr nösum og jafhvel tennur losna. Með þessu móti sýna þeir að vísu dyggð sína en að vissu marki líka skort á mannasiðum. Oftar en ekki verða stjúpurnar nú gagnteknar af illsku og reiði, enda er það við slíkar aðstæður sem mörg álögin verða til. Kinn- hesturinn er hlutfallslega algengari í fornaldarsögum en síðari tíma ævintýr- um, þar sem kóngssonur annað hvort „bregst reiður við“ (skv. stöðluðu orðalagi) eða „leitar allra undanbragða“. Oft er þessu líka öfugt farið þar sem stjúpan rekur kinnhestinn. I nokkrum sögum notar hún til þess úlfhanska og kveður því næst upp álög sín. í eldri gerðum minnisins hefur kinnhestur stjúpunnar þótt nauðsynlegur liður og í Jóns sögu leikara er hann svo áhrifamikill að álög stjúpunnar eru bein afleiðing af pústri eða snertingu með úlfhanska.10 Álög stjúpanna eru mismunandi og mjög svo fjölbreytt, en myndhverfandi álög eru í meiri hluta. Vinsælt er að breyta kóngssonum í úlfa eða birni (þ.e. rándýr), en dæmi finnast um ýmislegt fleira.11 Þar sem stjúpan notar úlfhanska til verksins, þætti manni eðlilegast að fórnarlambið breyttist í úlf, enda er nokkuð víst að það afbrigði sé mjög gamalt. Umbreyt- ingin í björn mun þó gömul líka og til er dæmi þar sem maður breytist í björn eftir að hafa verið sleginn með w//hanska.12 Ennfremur geta álög stjúpanna fólgist í sendingum. Oft þarf hetjan að hafa uppi á ákveðinni konu, en stundum er hún líka send eftir tilgreindum hlut eða jafnvel á fund trölla. Að lokum má geta afbrigðis, þar sem hlutverk hinnar ástleitnu álagastjúpu er fært í hendur stjúpföður.13 Það er reyndar algengt, eins og fyrr segir, að (stjúp)feður í sögum og ævintýrum ásælist (stjúp)dætur sínar, en aftur á móti afar sjaldgæft að þeir séu á þennan hátt færðir inn í hið staðlaða stjúpu- og álagaminni. Þetta er í sjálfu sér dálítið óhugnanlegra en hin staðlaða gerð minnisins sem er bæði algeng og alþjóðleg, og hefur líklega aldrei verið tekin alvarlega. Þegar stjúpunni er hins vegar breytt í stjúpföður — sem er ekki staðlað ævintýraminni — kemst maður ekki hjá því að hugleiða hvort einhver sérstök ástæða liggi að baki. Einar Ól. Sveinsson (sem kalla má brautryðjanda í rannsókn íslenskra ævintýra) telur að minnið um hina ástleitnu stjúpu hafi allvíða horfið þegar frásögn ævintýra tók að færast í barnaherbergið.14 Þetta er ekki einsdæmi, því að sama þróun átti sér stað hvarvetna. Fyrsta ævintýraútgáfa Grimms- bræðra, Kinder und Hausmarchen, var að miklu leyti miðuð við börn og voru ógeðfelld og ógnvekjandi atriði einfaldlega sniðin burt eða breytt til betri vegar. Þróunin á sér enn stað og eru margar af nýjustu ævintýraútgáfunum orðnar ærið útþynntar, enda hafa allmörg minni misst upprunalegt merk- 30 TMM 1995:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.