Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Síða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Síða 39
Hallfreður Örn Eiríksson Ævintýri og reynsluríki 1 f þjóðfræðasafni Stofnunar Árna Magnússonar eru geymdar fjölmargar hljóðritanir ævintýra. Þar sést að konur hafa yfirleitt haldið þessum sniðföstu íslensku þjóðsögum lengur á lofti. Við þessu mátti búast vegna þess hve konur hafa verið iðnar við að segja börnum ævintýri, og kemur reyndar heim og saman við niðurstöður Einars Ól. Sveinssonar í riti hans Um íslenskar þjóðsögur. Á ævintýrahljóðritunum frá 1964 til 1974 má einnig fá nokkra hugmynd um hvaða ævintýr geymdust enn í munnmælum í landinu. Það heppnaðist að hljóðrita ævintýri eftir Herdísi Jónasdóttur meðan hún sagði þau börnum á Húsafelli í Hálsasveit eftir háttatíma og af þeim hljóðritunum er unnt að gera sér í hugarlund víxlverkanir texta og ákveðins umhverfis. Herdísi þótti ekki aðeins gaman að segja ævintýri heldur hafði hún á æskuárum sínum í Hrútafirði sett saman sögur fyrir krakka, hafði ýmislegt fólk sem hún þekkti í sveitinni til fyrirmyndar og breytti nöfnunum, en studdist ekki við atburði þar í sveit heldur skáldaði þá. Hún sagði einkum flókin kynjaævintýri þar sem stjúpmæður komu mjög við sögu, samt ekki allar vondar, því að Herdís kunni líka vel að segja af Hildi góðu stjúpu; Grámann í Garðshorni lék henni líka á tungu ásamt öðrum kímilegum ævintýrum, og hún gerði að auki góð skil hinum hugrökku og sinnugu karlsdætrum í sögunni af Hlyni kóngssyni og Helgu sem send var að sækja eld eftir að eldri systurnar Ása og Signý höfðu verr farið en heima setið og giftist kóngssyni um það er lauk. Hins vegar þótti Steinunni Þorsteinsdóttur, sem lengi var húsfreyja á Rauðsgili, skemmtilegt að segja ævintýri af viðureignum kotakrakka við tröllin í næsta nágrenni. Hún sagði reyndar ekki söguna af Búkollu heldur hjálpuðu önnur dýr stráksa til að komast undan skessunni. Söguna af Kolrössu krókríðandi hafði hún á hraðbergi auk Lata stráksins sem drap skrímsli og Stráksins sem var svo lítill að hann náði ekki upp í nefið á sér. Þá komu kímnisögurnar um Bláfleðil ogLeppasvuntu, Grámann í Garðshorni (í ágripi) og Orðabelginn; lestina rak Af skrímslinu góða. TMM 1995:3 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.