Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 48
myrkri, sem ræður sig í kaupavinnu hjá útilegumanni um heyskapartímann og fær launað ríkulega bæði í háu kaupi og aðbúnaði. Að auki fékk kaupa- maðurinn „vaðól og klappaðan vaðstein" og sagði húsbóndinn honum að binda „með þessu öngul við færi sitt, þá hann“ færi „á sjó í vetur“ og mundi honum „ekki fiskifátt verða.“ Þarna er komið minnið um kaupavinnuna ábatasömu sem gengur aftur í öðrum útilegumannasögum og álfasögunni Kaupamanninum um Suðurnesjamanninn sem gaf rakka mórauðum af nesti sínu á ferð í kaupavinnu norður í land. Hann dreymdi svo álfkonu sem þakkaði honum fyrir barnið sitt, gaf honum góð ráð um kaupavinnuna nyrðra og töfraljáspík sem þurfti aldrei að brýna til að hann gæti séð við húsmóður sinni rammgöldróttri. Þessir ungu menn urðu gæfusamir þótt þeir misstu báðir töfragripina um það er lauk. Veiðarfæraminnið kemur fyrir í sögunni Jón og tröllkonan um bóndasoninn Jón sem gistir í helli nokkrum á leið í verið og þiggur töfraöngla tvo af tröllkonu ásamt heilræðum um skipsrúm í Vestmannaeyjum og álitlegt kvonfang í sveit sinni. Allt þetta fékk hann hjá skessunni að launum fyrir mat sem hann hafði óviljandi gefið börnum hennar, auk silfurkistu að skessunni látinni. I Þórði á Þrastarstöðum er sagt frá ábatasamri gistingu Þórðar bónda hjá álfakaupmanni, langtum sanngjarnari í viðskiptum einokunarkaupmönnunum dönsku; hafði Þórð- ur bjargað syni kaupmannsins frá slysi án þess að að vita. Vitað er að sagan ísland áhrœrandi er skráð veturinn 1686-87 en hinar ekki fyrr en um og eftir miðja 19. öld. Hins vegar er líklegt að óskasögurnar ævintýralegu þar sem álfar og tröll greiddu landsmönnum leið til gæfu og gengis hafi upphaflega átt rætur í hinni ævafornu trú á landvættina sem hafa farið að taka á sig yfirbragð álfa og trölla eftir kristnitöku. Hinir dularfullu útilegumenn í huldum dölum eru orðnir til síðar, eftir fall þjóðveldisins þegar hrjáða menn fór að dreyma um byggð á fjöllum uppi til að komast undan yfirvöldum. Elsta heimildin um dalinn hulda, grösugan og fjármarg- an, þar sem þursinn Þórir dvelst ásamt dætrum sínum tveim, er í Grettis sögu frá því á 15. öld. Þróun framangreindra minna í Grettlu er ekki mjög ljós næstu tvær aldirnar, en grunur minn er sá að Stóri dómur, hin stranga löggjöf um siðferðismál sem í gildi var frá 1565 til 1838, og óskaplegar refsingar við brotum á honum, hafi ásamt fækkandi ferðum um helstu fjallvegi landsins á 17. og 18. öld vegna ört versnandi veðurfars og lélegri hrossahaga átt meginþáttinn í því að skapa hinn kunnuglega en viðsjála ævintýraheim útilegumannabyggðanna. Það er eins og gjörningaþokan — grunsamlega áþekk keltnesku ævintýraþokunni — villi stundum svo fyrir byggðamönn- um sem eiga leið um heiðalöndin, ýmist snemma sumars í kaupamennsku í fjarlægum héruðum eða síðla hausts í eftirleitir, að þeir vita ekki sitt rjúkandi ráð fyrr en þeir hitta einhvern útilegumanninn eða sjá útilegu- 46 TMM 1995:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.