Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 95

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 95
konar eftirlíking af íslenskum mat. Af þessu mætti ætla að maður geti aldrei losnað við íslendinginn í sjálfum sér, svo vitnað sé í Tabularasa Sigurðar Guðmundssonar. Öfgafull afneitun í formi formælingar eða jafnvel eins konar guðlasts, eins og Salman Rushdie beitir í Söngvum Satans, er til marks um það að menningararfurinn sé ofurliði borinn eða útilokaður í þýðing- unni og undirstrikar í rauninni hve ósamrýmanleg menningarsvæði geta verið.12 Hvernig svo sem rithöfundar afgreiða gamla menningarheiminn, þá setur hann mark sitt á ritsmíðar þeirra. I þessu sambandi má nefha að það er vart einleikið hve off dauði kemur fyrir í skrifum höfunda sem þessara, að því er virðist til að tákngera það sorgarferli sem innflytjendur ganga í gegnum. Dauðinn gefiir lífinu merkingu og sorgin er dýrmæt því hún segir okkur að við höfum notið, eins og lesa mátti í minningargrein nýverið. Þannig fær hún okkur til að gera upp sakir, endurmeta líf okkar og samskipti við hinn látna. Sjálfsvíg eru algeng og minna á orð Bharati Mukherjee: „Maður verður að myrða sitt gamla sjálf til að geta endurnýjast.“ í skáldsögunni Leik hlœjandi láns (1989) eftir kínversk-bandarísku skáld- konuna Amy Tan rekur hvert dauðsfallið annað. Bókin kjarnast að verulegu leyti um það að ein dóttirin er látin taka sess látinnar móður sinnar í Klúbbi hlæjandi láns, sem er skipaður konum fæddum í Kína. Stúlkunni reynist torvelt að feta í fótspor móður sinnar. Eftir að móðirin steig á bandaríska grund hafði hún reynt með öllum ráðum að hafa uppi á tvíburum sem hún varð að skilja eftir við vegarkant í Kína. Hún trúir því aldrei að þeir séu látnir og svo reynist ekki heldur vera þótt það komi ekki á daginn fyrr en móðirin er dáin. Tvíburarnir verða tákngervingar þess sem innflytjandinn á við að rjá; móðirin heyr látlausa leit að þeim hluta af sjálfri sér sem hún skildi eft ir og týndi. Þannig er Leikur hlœjandi láns dæmigerð fyrir bækur sem gerast á mörkum tveggja heima. Með því að tefla saman kínverskum og bandarískum veruleik með afar áleitnum og ferskum hætti næst samspil sem síðan verður merkingarmiðja eða sögusvið bókarinnar. Einstakir kaflar gerast að vísu ýmist í Bandaríkjunum eða Kína, en þegar upp er staðið felst söguefnið í þriðja sviðinu eða millibilinu: átökunum milli þessara menningarheima. Um leið dregst ffam hver hin sérkínverska arfleifð er og öfugt. Þetta er saga á skilafresti. Eins og ráða má af hjónaskilnuðum og dauða sögupersóna í þessu skáld- verki Amy Tan eru heimarnir um margt ósamrýmanlegir. Bing litli deyr þegar kínverska fjölskyldan hyggst fara á ströndina og hegða sér eins og dæmigerðir Bandaríkjamenn. Hann hverfur í hafið og kínverskir töfrar mega sín lítils við slíkar aðstæður. Af hjónabandsörðugleikum dætranna, ekki síst þeim sem giftast hvítum Könum, má ráða að „þýðingastarfið“ er TMM 1995:3 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.