Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Síða 103
Lýðræði sjónarhorna
Ástralska skáldkonan Elizabeth Jolley hefur sagt að nú til dags séum við öll
innflytjendur. Maður þurfi ekki að hvarfla langt frá fæðingarstað sínum til
að vera kominn í framandlegan heim.21 Edward Said orðar svipaða hugsun
svolítið öðruvísi í nýjustu bók sinni, Culture and Imperialism: Enginn sé
lengur eitt fyrirbæri. Mannlífið snúist ekki lengur um það að vera bara
indverskur, eða bara múslimi eða bara kona, svo dæmi séu tekin. Heims-
valdastefnan hafi hrært allt í einn graut í heiminum. Lífsbaráttan hverfist í
raun um tengslin milli hluta, ekki sé hægt að svipta raunveruleikann „hinum
röddunum sem byggi garðinn“, segir hann og vitnar til T.S. Eliots.22 í orðum
Saids felst að engin þjóðmenning sé alfarið einsleit eða einhlít heldur marg-
radda. í greininni „Rödd textans, rómur túlkandans“ í Skírni vorið 1991
fjallar Torfi H. Tulinius um kenningar Tzvetans Todorovs um margröddun.
Þar segir meðal annars: „Höfundurinn hefur enga beina málpípu í verkinu,
heldur er hann að leita að þeim sannleika sem liggur á milli þessara radda,
ef svo má að orði komast, einhvers konar heildarsýn sem verður til eftir að
búið er að innbyrða þær allar.“ Síðan tekur Torfi fram að sannleikurinn liggi
ekki hjá einum heldur megi nálgast hann „með því að tefla saman mörgum
röddum, mörgum sjónarhornum.“23
Jafnvel þótt höfundur virðist ekki vera að skipta sér milli menningar-
svæða, eins og Kazuo Ishiguro, sem virðist vera að fást við það sem breskast
er í Dreggjum dagsins, kemur tvísýnin að góðum notum. Snæbjörn Arn-
grímsson bendir á það í grein í Teningi hvernig Ishiguro notar sitt japanska
innsæi einmitt til að sundurgreina „þá sekt og skömm sem er innbyggð í
þjónustulundina, hollustuna og í hefðina“ í Bretlandi, en þau viðfangsefni
rekur Snæbjörn til áhuga höfundarins á örlögum japönsku þjóðarinnar eftir
heimsstyrjöld.24 Sambærileg sýn er að verki hjá Jung Chang í bók hennar
Villtum svönum. Þar fjallar hún á opinskáan og áhrifamikinn hátt um Kína
Maós. Útlegð hennar á Vesturlöndum gerir henni kleift að brjótast undan
boðum og bönnum alþýðulýðveldisins og fjalla um áhrif stjórnarstefnu
formannsins af hreinskilni sem áður hefði flokkast undir helgispjöll og gerir
það ef til vill enn hjá mörgum.
Það verður því ekki dregið úr vægi þess að mismunandi raddir fái að
hljóma og takast á ef „allur“ sannleikurinn um menninguna á að ná upp á
yfirborðið. Til að fá sem trúverðugasta mynd af einhverju, að teknu tilliti til
takmarkana á sannleiksgildi skráningarinnar, hlýtur þar af leiðandi að vera
best að fá lýsingar frá sem flestum sjónarhornum til að greina heildarmynd-
ina. Við þurfum að geta gengið í kringum hlutinn, við þurfum lýðræði
sjónarhornanna. Sú tíð virðist vera liðin að hægt sé að tala fyrir hönd
TMM 1995:3
101