Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 118

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 118
viðfangsefnis síns: hvað knýr hann tO að segja þessa sögu, hefur það áhrif á það hvað hann segir og — jafnvel — yfir hveiju þegir hann? Það eru ekki síst þessar spurningar sem skapa spennuna sem ber söguna uppi, og gera hana að gátu sem lesand- inn veltir lengi fyrir sér eftir að hann hefur lagt bókina fr á sér. Það mætti segja að þær spretti af listrænu bragði sem Pétur beitir hér og undirritaður man ekki eftir að hafa rekist á fyrr, þótt að vissu leyti megi sjá fyrirboða þess í fyrri verkum hans. í Sögunni allri, sem kom út fyrir tíu árum, eru t.d. tvær aðal- persónur: Andri Haraldsson, ungur upp- reisnarmaður með rithöfundadrauma, sem lesendum var kunnur úr fyrstu þrem- ur bókum Péturs, og svo ný en náskyld persóna, Guðmundur Andri Haraldsson, sem er nær höfundi í aldri og lifir í heimi sem svarar tíl raunveruleika mennta- manns á fertugsaldri í Reykjavík. Sögu- þræðirnir fléttast skemmtílega saman, svolítíð eins og tvö æviskeið sama ein- stakhngs: fortíð og nútíð, eða ef tO vOl fremur væntíngar og veruleOd. f nýju sögunni eru aðalpersónumar hka tvær, sögumaður og sögupersóna, og heita næstum sama nafhi, eins og í Sög- unni allri: Símon og Símon Flóki. En öfugt við hina hrærast þeir í sama heimi, búa meira að segja í sömu blokk. Þeir eru sys- trasynir en í sögulok kemur í ljós að þeir eiga einnig sama föður. Símon Flóki er sem sé ekki sonur hins vel ættaða og prúð- mannlega lögffæðings og góðborgara, Nikulásar Sverrissonar, heldur Tona, lög- legs föður Símonar sögumanns, en hann er drykkfeOdur bifvélavirki sem hefur átt erfitt með að fóta sig í lífinu. Þeir eru hálfbræður en líffræðilega jafh skyldir og bræður, því mæður þeirra eru eineggja tvíburar. Þó hafa þeir alist upp hvor í sinni fjölskyldu, eru jafh- aldrar og vita ekki að þeir eru samfeðra. Þeir eru því ekki eins og bræður, heldur í sérkennOegu sambandi, á vissan hátt nánara en er á milli bræðra, sem óhjá- kvæmOega mótast af ólíkri stöðu þeirra innan sömu fjölskyldu. Það mætti segja að samband sögumannsins við ffænda sinn beri fremur keim af draumórum barna, þegar þau ímynda sér hvernig það væri nú ef þau hefðu fæðst inn í aðra fjölskyldu. Þetta er algengur dagdraum- ur sem flest okkar muna vafalítið effir að hafa gælt við. Raunar ber hann uppi mörg ævintýri og bókmenntaverk, t.d. Prinsinn og betlarann effir Mark Twain. Gott ef það sem býr undir slíkum draum- um, þ.e. þrá effir einhverju öðru en það sem maður hefur eða er, sé ekki einn af helstu aflvökum bókmenntasköpunar og lesturs. Hvað sem því líður, þá er samband sögumanns Efstu daga við höf- uðpersónu sína af þessum toga spunnið. Það má því líta á Símon Flóka sem eins konar tilraunasjálf Símonar sögu- manns, — tOraunasjálf sem þó er í þeirri einkennilegu stöðu að búa í næstu íbúð. Raunar á þetta aðeins við samband sögumannsins við Flóka, því ekkert kem- ur ffam sem upplýsir lesandann um við- horf hins síðarnefhda til ffænda síns. Og þar er komið að því hvernig þessi nýstár- lega ffásagnartækni gefur sögunni sér- stakan blæ: sagan öU er ekki nema hálf. Sögumaðurinn hefur klippt burt nánast allt sem viðkemur þeim tdfinningum sem lesandinn gætí átt von á að finna hjá hon- um: sársaukann sem hlýtur að hafa sprott- ið af því hvað kjör hans og ffænda hans voru óhk í æsku, fatæktarbasl og óregla hjá Minnu og Tona en velmegun, menning og mannvirðing á heimili Nikulásar og Oktavíu. Sársauki sem ekki þarf að hafa verið minni þó þessi heiðurshjón hafi ávaOt sýnt skyldfólki sínu hið mesta örlætí, og nánast tekið Minnu inn í hjónaband sitt (165). Þó örlar aðeins fyrir þessum þræði í þeim tOfinningaflóka sem sögumaður- inn er svo lítt gefinn fýrir að sýna en gera verður ráð fyrir að hann beri í brjósti. Það er þegar hann segir ff á því hvað það 116 TMM 1995:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.