Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 125

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 125
trausti og vináttu. Hún heitir því að snúa „skyggni" sinni við, hætta að mæna á sjálfa sig en virða ffemur það sem stendur utan við hana: „Ég lofa sjálffi mér því að framvegis muni skyggni mín beinast að því sem raunverulegt er, ég muni skilgreina fyrir sjálfri mér það sem ég sé og færa það í samhengi til góðs fyrir mig og þá sem mér eru kærir“ (409). Kjarni merkingarinnar liggur í ástar- sambandinu, hjónabandinu, fjölskyld- unni. Til að geta sagt Herði frá fjölskyldu sinni verður Einfríður að búa til merk- ingu úr brotum, tengja saman tvær „blokkir“: orðin „heima“ og „hjá mér“: ,,[ég] veit að ég verð að tengja turnana tvo . . . Þegar því er lokið fyllast orðin aftur merkingu og ég finn að þótt ég hafi aldrei áður hugsað þá hugsun að eitt- hvað hafi verið að heima hjá mér þá á hún rétt á sér og um leið sé ég hvernig sólin læðist ,upp á himininn milli turn- anna tveggja“ (327). Sambandið við Hörð er aðeins ný mynd þessa „heima hjá mér“, þessa virkis þar sem einstak- lingurinn ver sig fyrir umheiminum og hinum óhjákvæmilega missi dauðans (sem verður sífellt sárari eftir því sem sambandið við aðra verður „heilagra“ og vonin um hjálpræðið minni) með því að treysta böndin við aðrar manneskjur. Það er ekkert annað til. Það er engin von til um yfirskilvitlega hjálp. Því þrátt fyrir að framliðnir gangi um grundu og virð- ist tala úr ríki dauðra er heimur skáld- sögunnar engu að síður gjörsneyddur allri tilvísun til eiginlegrar handan- heimsvíddar. Það er ekkert annað svið til en það jarðneska. Þeir ffamliðnu eru aðeins leikendur í sálrænu drama aðal- persónunnar og allt drauga- og skyggnitalið hefur aðeins gildi sem hennar innri barátta. Það má vera að höfúndurinn vilji halda í einhvern snefil af slíkri trú en ef svo er þá fellur sá vottur gersamlega í skuggann af meginvið- fangsefni bókarinnar, nefnilega að það er hvergi líkn að hafa nema í hverfulu sambandi okkar við ástvininn en eink- um þó fjölskylduna. Vinátta Harðar og Einffíðar er í raun stofnun nýrrar fjöl- skyldu, nýrrar merkingareiningar. Þau eru reyndar aðeins krakkar en þegar þau hittast tala þau fyrst og fremst um teng- ingu sína við fjölskyldu- og ættarnetið. Hvaðan þau koma, hvernig allt er „heima hjá þeim“: „Annars er allt mitt fólk frá ísafirði...“ (323) segir Hörður þegar hann ætlar að segja ffá sjálfum sér. Sjálfsmyndir þeirra Einfríðar falla full- komlega saman við þetta öryggisnet fjölskyldunnar og ættarinnar. Þau hafa aðeins verið saman í nokkra klukkutíma og um leið er eins og það eigi að fara að rjúka í að byggja, koma upp börnum og stofnsetja fjölskyldu. Það mætti kannski túlka þetta á írónískan hátt. Að Einfríð- ur sé blinduð af eigin þrá eftir heilum heimi sem gerir það að verkum að hún verður sífellt að halda í þessa grunn- formgerð merkingarinnar. Að þráin reki hana áfram í leit að uppbót fyrir missinn sem alltaf hrífur allt af henni og því sé hún í raun blekkt. Hún sjái aðeins eigin draumsýn. En ég held að þessi túlkun skjóti framhjá markinu. Þegar farið er að skrifa vandaðar og flóknar skáldsög- ur sem að síðustu miða að því að stað- festa fjölskylduna sem upphaf og endi allra gilda þá er það áreiðanlega merki um að hún er ekki sú sakka sem hún áður var og sem hún á að vera. Kannski er Vigdís líkt og Einfríður að reyna að seiða fram merkingu sem er horfin? Kannski er hún að reyna að líma saman sprungna mynd? Kristján B. Jónasson Korku saga Þórólfsdóttur Vilborg Davíðsdóttir: Við Urðarbrunn. Mál og menning 1993. Nornadómur. Mál og menning 1994. Vilborg Davíðsdóttir er ungur rithöf- undur sem hefur í tveim bókum tekist á TMM 1995:3 123
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.