Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 8
214
GUÐRÚN KVARAN
SKÍRNIR
Rúgmann, gaf út lítið kver í Uppsölum 1676 sem hann nefndi
Mono-syllaba Is-landica. I þetta litla kver hafði Jón safnað íslenzk-
um einsatkvæðisorðum, en á hans dögum voru ýmsir fastir á þeirri
skoðun að allt bæri að rekja til hebresku, tungu Adams, sem öll mál
hefðu greinzt frá. Áherzla var lögð á að athuga og safna rótum orða
sem allar aðrar orðmyndir væru leiddar af. Ekki er líklegt að bók
Jóns hafi vakið mikla athygli.
Fyrsta bókin, sem kallazt getur íslenzk málfræði, var gefin út í
Kaupmannahöfn 1651. Hún nefndist Grammatiae Islandicæ ru-
dimenta, og var höfundur hennar Runólfur Jónsson, prestssonur
frá Munkaþverá. Hann lærði í Hólaskóla og sigldi síðan til Kaup-
mannahafnar árið 1640 til þess að nema guðfræði. Er hann kom
heim aftur gerðist hann rektor við Hólaskóla, en hélt utan 1649 til
magistersnáms. Að því loknu varð hann rektor í Kristiansstad á
Skáni og hélt þeirri stöðu til æviloka.
Runólfur fékkst við margt, m.a. eðlisfræði, og hafði mikinn
áhuga á íslenzkri málfræði. Ekki þótti löndum hans mikið til mál-
fræðibókarinnar koma, og er gjarnan vitnað til Páls lögmanns Yí-
dalín sem á að hafa sagt að bókin væri eins og drukkinn maður
hefði samið hana á einni nóttu. Vissulega er bókin gölluð, og Run-
ólfur hefur ekki haft þekkingu til þess að skrifa betri bók, en ég
hygg að hann eigi þó ekki tómt last skilið. Hann leggur í mikið verk
og hefur lítið við að styðjast annað en eigin tilfinningu fyrir málinu
og eigin athuganir. Oft eru dregnar rangar ályktanir af misskilningi
eða þekkingarleysi, en eigi að síður gerir hann fyrstu tilraun til þess
að lýsa íslenzkri beygingarfræði. Bókin hefur ekki þótt með öllu
gagnslaus útlendingum því að hún var tvívegis endurprentuð í Ox-
ford og stytt útgáfa kom tvisvar út í Svíþjóð (1804 og 1806) undir
heitinu Grammaticæ gothico-islandicæ electa.
Sama ár og málfræðibókin kom út birtist eftir Runólf önnur bók
um íslenzka tungu, Lingvæ Septentrionalis elementa, sem átti eink-
um að sýna fram á að íslenzka hefði verið frumtunga á Norður-
löndum.
I málfræði Runólfs er engin hljóðfræði sem varla var heldur við
að búast. Hún hefst á stuttum kafla um bókstafina (de literis) og
mjög ófullkomnum reglum um framburð einstakra stafa. I öðrum
kafla snýr hann sér að nafnorðabeygingu og tekur þar fyrir beyg-