Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 11
SKÍRNIR RASMUS KRISTJÁN RASK 1787-1987
217
haft af þeim óbein not og þá fyrst og fremst af dæmum sem þar er
að finna.
Aður en lengra er haldið er rétt að minnast í stuttu máli á þær
orðabækur sem Rask nefnir í Vejledning, en þær eru þrjár prentað-
ar og orðabók Björns Halldórssonar í handriti sem síðar verður
drepið á. Fyrsta nefnir Rask Specimen Lexici Runici eftir Magnús
Olafsson í Laufási. Magnús dó frá verkinu 1636, en Ole Worm lét
prenta það 1650, og að hans ósk voru öll uppflettiorð sett upp með
rúnum. Anthony Faulkes hefur skrifað rækilega grein um bók
Magnúsar og heimildir hans, og vísast hér til hennar um frekari
fróðleik.
Rask þekkti einnig orðabók Guðmundar Andréssonar, Lexicon
Islandicum Sive Gothicæ Runx vel Lingvæ Septentrionalis Dict-
ionarium, sem prentuð var í Kaupmannahöfn 1683 og var eina
orðabókin sem menn höfðu við að styðjast þar til bók Björns Hall-
dórssonar kom út. Hún er meingölluð og morandi í prentvillum.
Vitað er að Rask bað vin sinn H.J. Hansen að útvega sér orðabók
Guðmundar árið 1805, en hún var þá ófáanleg (Petersen 1834:4),
og hann varð að vera án orðabókar við fyrstu athuganir sínar á ís-
lenzku.
Þriðja orðabókin, sem Rask nefnir, er verk Vereliusar, Index
lingvæ veteris Scytho-Scandicæ sive Gothicæ [■■■], sem kom út í
Uppsölum 1691. Einnig þekkti hann handrit Jóns Olafssonar frá
Grunnavík að íslenzk-latneskri orðabók og taldi að í henni væri
líklega margt gott, en hún væri „saare uordentlig og forvirret“
(Rask 1811 :XXXIX).
Nú eru talin þau rit sem skrifuð voru fyrir daga Rasks og hann
hefur kynnt sér og notað á einn eða annan hátt. Það er því rétt að
snúa sér að Rask sjálfum og verkum hans.
Æviágrip Rasks
Rasmus Kristján Rask fæddist 22. nóvember 1787 í þorpinu
Brændekilde á Fjóni skammt frá Odense. Faðir hans, Niels Hansen
Rasch, var klæðskeri, en betur að sér en almennt gerðist meðal al-
þýðu manna á þessum tímum og átti nokkurt safn bóka. Hann
sagði sjálfur syni sínum til í fyrstu, og snemma kom í ljós að Rask