Skírnir - 01.09.1987, Page 16
222
GUÐRUN KVARAN
SKÍRNIR
skýra danskar bókmenntir og einnig að rannsaka orðsifjar nor-
rænna mála. Vilji einhver leggja sig eftir að kanna mál almúgans geti
hann aldrei gert það til fulls án þess að kunna íslenzku þar sem
margt sé enn lifandi af gamla málinu í mállýzkum almúgans, bæði
í orðaforða og framburði. Merkast við formála Rasks er þó greinar-
gerð hans fyrir efni bókarinnar og það sem hann telur að nauðsyn-
lega þurfi að vera með í bók sem þessari. Höfðu efnistök hans lengi
áhrif á gerð svipaðra bóka.
Bókin skiptist í sex kafla. Fyrsti kafli er að mestu um framburð
sérhljóða og samhljóða, en skipuleg grein er ekki gerð fyrir hljóð-
breytingum s.s. hljóðvarpi. Aðeins er bent á mun á einstökum
hljóðum í íslenzku og dönsku.
Annar kafli og um leið meginkafli bókarinnar er um beygingar-
fræði. Beygingu nafnorða skiptir Rask í tvennt, í óákveðna (ube-
stemte) og ákveðna (bestemte) beygingu. Athyglisvert er að sjá
hvaða aðferð hann beitir til þess að koma skipan á flokkunina.
Hann telur mikilvægast að hún sé skýr og augljós, minna máli
skipti að telja upp alls kyns undantekningar. Nauðsynlegt sé að
koma auga á það sem ræður því í hvaða flokk orðin falla, hvort það
er kyn þeirra, ending eða eitthvað enn annað. Þegar þetta sé ljóst,
sé flokkunin mjög auðveld (Rask 1811:27-28). Rask vildi lýsa
tungumálinu eins og það er, en þvinga það ekki inn í fyrirfram gert
kerfi. I maí 1811 skrifar hann bréf til S.N.J. Bloch kennara síns
fyrrverandi og segir m.a.:
Hvad nyt kunde endelig et grammatikalsk System indeholde, det maa jo
intet skabe i Sproget, men kun fremstille det paa den klareste og rigtigste
Maade. Den rigtigste kalder jeg den som Naturen i Sprogets Dannelse
fulgte. (Breve 1:63)
Eftir þessum hugmyndum um mállýsingu, sem rekja má til
Adelungs og bókar hans Deutsche Sprachlehre (1781), skiptir Rask
óákveðnum nafnorðum í átta flokka sem hann lýsir vel og skipu-
lega. Með ákveðinni beygingu á hann við nafnorð með viðskeytt-
um greini og gerir í stuttum en skýrum kafla grein fyrir beygingu
greinisins og eðli hans.
Umfjöllun um lýsingarorð, töluorð og fornöfn er einnig mjög
skipuleg og rækilega sagt til um notkun þeirra. Bezt skipan er þó