Skírnir - 01.09.1987, Page 17
SKÍRNIR RASMUS KRISTJÁN RASK 1787-1987
223
komin á flokkun sagna og mikill munur orðinn á frá skrifum fyrir-
rennara hans. Eftir inngang um hætti, tíðir og beygingarendingar
er sögnum skipt í tvo aðalflokka. I fyrra flokkinn falla flest allar
sagnir, og er honum aftur skipt í fjóra undirflokka þar sem Rask
lætur þátíðarendingu ráða. Fyrstu tveir flokkarnir eru veikar sagnir
með þátíðarendingarnar -aði og -ði/-ti, í þriðja flokki eru núþáleg-
ar sagnir og í fjórða flokki -rf-sagnir (t.d. snúa).
Undir annan undirflokk falla sterkar sagnir. Þeim skiptir Rask í
fimm undirflokka eftir sérhljóði þátíðar, en virðist ekki hafa gert
sér fulla grein fyrir hljóðskiptaröðunum.
Lokakaflinn um smáorðin er mjög stuttur og talsvert styttri en
hjá Jóni og Runólfi. Líklega hefur Rask ekki talið ástæðu til að tí-
unda augljós smáatriði þar sem beygingarfræði íslenzkunnar átti
aðeins að vera einn kafli af fleirum.
Þótt fjórir síðustu hlutar bókarinnar séu allir mjög athyglisverð-
ir, verður þar farið fljótar yfir sögu. Þriðji hluti er um orðmyndun,
en samantekt um hana taldi Rask mjög nauðsynlega þar sem enga
slíka væri að finna í norrænum málfræðibókum. Þekking á orð-
myndunarreglum væri skilyrði þess að unnt væri að skilja eðli
tungumáls til hlítar. Tungumál gæti komizt af án beygingarendinga
og notað smáorð í þeirra stað, en vanti málið hæfileikann að mynda
ný orð og þurfi að taka að láni frá öðrum málum, verði það æ
óþjálla og bjóði heim fleiri tökuorðum (Rask 1811:146). A eftir
hvatningu til málvöndunar fylgja allrækilegir kaflar um forskeyti,
viðskeyti og samsett orð.
Rask var sjálfur ekki fyllilega ánægður með kaflann um orðskip-
unarfræðina og taldi hann aðeins vera safn orðasambanda sem
hann hefði rekizt á við lestur. Þetta er þó á margan hátt gagnlegur
kafli sem hefur nýtzt þeim sem notuðu bókina.
Bragfræði er meginefni fimmta kafla, og studdist Rask þar eink-
um við bókina Om Nordens gamle Digtekonst eftir Jón Olafsson
Svefneying, bróður Eggerts Ólafssonar, en hún var gefin út í Kaup-
mannahöfn 1786. Rask kynntist Jóni persónulega og mat hann afar
mikils. Lokakaflinn er stutt íslenzk málsaga og ágrip af færeyskri
mállýsingu. Ástæðan til þess að hann dregur færeysku inn í ís-
lenzka mállýsingu er sú að hann taldi færeyskuna hafa varðveitt
ýmislegt af frummálinu. Því gæti hún á ýmsan hátt varpað ljósi á