Skírnir - 01.09.1987, Page 21
227
SKÍRNIR RASMUS KRISTJÁN RASK 1787-1987
fræðina, gat lýst framburði af eigin reynslu, og síðast en ekki sízt
hafði hann skrifað verðlaunaritið Undersogelse (sjá síðar). Það er
því engin furðaþótt talsverður munur sé á útgáfunum tveimur. An-
visning er betri bók, en Vejledning verður ávallt brautryðjanda-
verk.
3. Kortfatted vejledning
Aður en horfið verður frá umfjöllun um íslenzka málfræði Rasks er
rétt að nefna lítið kver, sem kom fyrst út 1832, en var síðan endur-
prentað þrisvar. Þetta kver, Kortfatted Vejledning til det oldnor-
diske eller gamle islandske Sprog, var upphaflega hugsað sem inn-
gangur að lestrarbók sem Rask náði ekki að gefa út áður en hann
dó. I formála segir hann að hið eina nýja í bókinni sé kaflinn um
fornan framburð sem hann sé nú orðinn nokkuð viss um. I Anvisn-
ing hafi hann einnig fjallað nokkuð um fornan framburð (Rask
1818:33—42), en þá aðeins grunað margt og getið sér margs til. Ym-
islegt fleira er þó nýtt, t.d. nefnir hann myndunarstað samhljóða og
talar um varabókstafi, tungubókstafi og gómbókstafi. Ef til vill
kemur mest á óvart að fallaröð er aftur orðin hin sama og í Vejledn-
ing. Kverið er mjög samþjappað og án efa hörð tugga þeim sem lítið
vissu um íslenzku áður.
Önnur verk Rasks
Fyrr var frá því greint að Rask fékkst við athuganir á ýmsum
tungumálum á háskólaárum sínum og hafði aflað sér mikillar þekk-
ingar, þegar konunglega danska vísindafélagið bauð árið 1811 til
verðlauna fyrir bezta rit um „af hvilken kilde det gamle skandina-
viske sprog sikrest kan udledes" og mun hafa haft Rask sérstaklega
í huga (Wimmer 1887:8). Hann ákvað að takast á við verkið, en bað
vísindafélagið um framlengingu á skilafresti. Áður en hann lauk við
ritgerðina, bauðst honum að fara til Islands. Hann gekk þar frá
henni og sendi til Danmerkur. Ritgerðina nefndi hann Undersog-
else om det gamle nordiske eller islandske Sprogs Oprindelse. Vís-
indafélagið veitti honum verðlaunin, en það var ekki fyrr en tveim-
ur árum síðar að hann fékk styrk til þess að gefa verðlaunaritið út.
Hann var þá löngu lagður af stað í hina löngu ferð sína, en ritið kom