Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 22
228 GUÐRÚN KVARAN SKÍRNIR
út í Kaupmannahöfn 1818 fyrir atbeina nokkurra vina hans, m.a.
Finns Magnússonar.
Aður en Rask fór að skrifa verðlaunaritgerðina hafði hann feng-
izt allnokkuð við samanburð orða. I handriti frá því fyrir og um
1808 ber hann saman orð í grísku og latínu annars vegar og í germ-
önskum málum hins vegar til þess að leita að reglum sem sýni
skyldleika með orðaforða tveggja eða fleiri tungumála.
Um þessar mundir voru menn að stíga fyrstu skrefin á sviði
samanburðarmálfræði. Þekking á skyldleika tungumála var mjög í
molum og vinnuaðferðir fálmkenndar. Rask var í hópi brautryðj-
enda í rannsóknum á indóevrópskum málum í upphafi 19. aldar og
átti verulegan þátt í að móta þær aðferðir sem enn eru notaðar.
I upphafi Undersagelse lýsir Rask þeim aðferðum sem hann telur
vænlegar við samanburð tungumála og leggur áherzlu á að saman-
burður einstakra orða nægi ekki til þess að sýna fram á skyldleika
þeirra. Málfræðileg bygging verði að vera sú sama í öllum grund-
vallaratriðum. Ef tvö mál eða fleiri eru svipuð að gerð og hafa að
auki sameiginlegan grunnorðaforða geta þau talizt skyld.
Denne Gren af Overensstemmelse, som er den vigtigste og visseste, har
man ikke desmindre hidtil i Sprogudledningen næsten ganske overset, og
dette er den störste Hovedfejl ved det Meste, som hidtil er skreven i denne
Materie. (Undersogelse 1818:35)
Eftir þessari aðferð ber Rask íslenzku saman við grænlenzku,
keltnesku, basknesku, finnsku, slavnesku, lettnesku (þ.e. balt-
nesku) og þrakísku (þ.e. latínu og grísku) og kemst að þeirri niður-
stöðu að íslenzka sé skyld slavnesku, lettnesku og þrakísku. Keltn-
esku telur hann ekki skylda hinum indóevrópsku málunum, en
hann hefur þó ekki verið langt frá því að koma auga á skyldleikann.
Kaflann um keltneskuna endar hann svo:
De keltiske Sprog blive da altid i og for sig selv, formedelst deres Ælde og
særegne Beskaffenhed, tildels ogsaa for Skrifterne i dem, meget mærkvær-
dige og heller ikke uden Nytte til Ordforklaringen i Latinen, Fransken og
de gotiske Sprog, men er paa ingen Maade at anse som Kilden til noget af
disse. (Undersogelse 1818:93)