Skírnir - 01.09.1987, Page 23
SKÍRNIR RASMUS KRISTJÁN RASK 1787-1987 2 29
í bréfi, sem hann sendi P.E. Moller frá Pétursborg í janúar 1819,
telur hann keltnesku til sömu greinar og til dæmis gotnesk (þ.e.
germönsk) og slavnesk mál (Breve 1:379-385).
Við samanburð íslenzku, latínu og grísku kom Rask auga á
ákveðna reglu án þess líklega að gera sér fyllilega grein fyrir mikil-
vægi hennar við orðsifjarannsóknir. Hún er sú að grísk og latnesk
p, t, k samsvara í íslenzku/, /, h, að d og g samsvara íslenzku í og
k og að/samsvarar íslenzku b (Undersogelse 1818:169-170). Það
kom hins vegar í hlut Jakobs Grimm að setja regluna fram í bók
sinni Deutsche Grammatik, og kallaði hann hanagewiöns&^ hljóð-
færsluna. Grimm barst ekki rit Rasks fyrr en hann hafði um það bil
lokið fyrra bindi málfræðinnar, sem kom út árið 1819, og of seint
var að gera verulegar breytingar. Hann lofar þó í formála rit Rasks.
Grimm gerði hlé á útgáfu málfræðinnar og tók strax til við að
endurskrifa fyrra bindið sem kom út í annarri útgáfu 1822. Þar
viðurkennir hann að ritgerð Rasks hafi átt mikinn þátt í endurbót-
um á málfræðinni.
Undersogelse var aðeins fyrsta skref Rasks á sviði samanburðar-
málfræði. Hann hélt rannsóknum áfram og betrumbætti aðferðir
sínar eftir því sem þekking hans á tungumálum jókst. Arið 1819
skrifaði hann greinina „Undersogelse om det gamle nordiske eller
islandske Sprogs Slægtskab med de asiatiske Tungemaal“ (Ud-
valgte Afhandlinger II, 1-45), og fleiri greinar af svipuðum toga lét
hann eftir sig í handritum.
Verðlaunaritgerðin vakti ekki þá athygli sem hún átti skilið, og
er ástæðuna fyrst og fremst að rekja til þess að hún var skrifuð á
dönsku. Tveimur árum áður kom út bók eftir málfræðinginn Franz
Bopp, Uber das konjugationssystem der sanskritsprache in ver-
gleichung mit jenem der griechischen, lateinischen, persischen und
germanischen sprache, þar sem hann beitti svipuðum aðferðum og
Rask og sýndi fram á málfræðilegan skyldleika þeirra mála sem
hann bar saman. Hvorugur mun hafa vitað af hinum, og ekkert
bendir til þess að bók Bopps hafi haft áhrif á Rask. Undersogelse
hefði án efa vakið enn meiri athygli, ef hún hefði birzt árið sem
Rask lauk henni en ekki fjórum árum síðar og tveimur árum eftir
að bók Bopps birtist á prenti. Eftir á skipta útgáfuárin litlu — nöfn-