Skírnir - 01.09.1987, Page 35
SKÍRNIR
SANNFRÆÐI FORNSAGNANNA
241
gömul, rituð um 1200, eldri og upprunalegri en Eiríkssaga rauða
sem menn höfðu áður brúkað sem heimild um landafundina.10
Auk þess sem sagnfræðingar hafa sniðgengið Islendingasögur þá
hafa ýmsir fræðimenn beinlínis reynt að brjóta niður sögulegt
heimildargildi þeirra, og mætti Edwin Jessen vel við una í sinni
gröf. Hér skulu aðeins nefnd örfá dæmi:
Lengi var Hrafnkelssaga talin traust söguleg heimild og jafnvel
tekin fram yfir Landnámu þar sem á milli bar. I formála fyrir útgáfu
sögunnar 1932 staðfestir F. Stanton Cawley skoðanirfyrri manna:
Hrafnkels saga Freysgoða is generally acknowledged to be one of the best
of the whole group in faithfulness to historical fact.11
En í riti sínu, Hrafnkötlu, leiðir Sigurður Nordal líkur að því,
með bókmenntalegri og sögulegri rýni, að sagan sé tómur skáld-
skapur sem eigi enga stoð í munnmælum. Hefur enginn síðan dirfst
að nota hana sem sögulega heimild - og ekki trútt um að hún drægi
aðrar sögur með sér í fallinu.
Stundum hafa menn gefið ímyndunaraflinu nokkuð lausan taum
og sett fram ýmiskonar kenningar. Má þar til nefna hina gömlu
sagnfestukenningu, „die Freiprosalehre", sem rekja má til 19. aldar
og var í ýmsum myndum mikils metin fram á þessa öld. Samkvæmt
þeirri kenningu var gert ráð fyrir nokkuð fastmótuðum munn-
mælasögnum sem síðan hefðu verið færðar í letur mjög svo orðrétt.
Þessi kenning er nú af flestum talin úrelt, en þó halda menn áfram
að staglast á þessu „fræðiorði" mjög við of. Andstæða sagnfestu-
kenningar var þá svonefnd bókfestukenning, „Buchprosalehre",
en það heiti er fjarstæða, því að ekki var um að ræða neina „kenn-
ingu“ heldur þá aðferð að líta á sögurnar sem bókmenntir en ekki
sem uppskrift fastmótaðra arfsagna.
Fyrir um það bil tveimur áratugum hélt Þórhallur Vilmundarson
nokkra háskólafyrirlestra þar sem hann boðaði svonefnda „nátt-
úrunafnakenningu“; síðar hefur hann birt nokkrar ritgerðir á
prenti um sama efni. Samkvæmt þessari kenningu eru fjölmörg
bæjanöfn og önnur örnefni, sem talin hafa verið dregin af manna-
nöfnum, í raun og veru náttúrunöfn fyrir öndverðu. Augljóst er að
þessi kenning mundi, ef hún sannaðist, hafa mikil áhrif á mat
16 — Skírnir