Skírnir - 01.09.1987, Page 40
246 JÓNAS KRISTJÁNSSON SKÍRNIR
á milli þessara tveggja flokka, Sturlungasagna og Islendingasagna,
heldur eru og sjálfar Islendingasögurnar mjög misjafnar að aldri -
og þá líklega einnig að heimildargildi. Hægt og sígandi fjarlægjast
sögurnar veruleika 10. og 11. aldar og blandast efni úr fornaldar-
sögum, riddarasögum og allskonar ævintýrasögum - auk sagna-
minna úr eldri Islendingasögum. I þessum flokki eru til að mynda
Bárðarsaga, Kjalnesingasaga og Víglundarsaga. Þetta hefur mönn-
um verið fullkunnugt á fyrri tíð, er þeir flokka Grettissögu og
Þórðarsögu hreðu með dæmigerðum ýkjusögum eins og Hálfdan-
arsögu Brönufóstra, Sigurðarsögu þögla, Gönguhrólfssögu og
Hektorssögu; það er gert í handritinu AM 152 fol. frá 15. öld. Og
þetta viðurkenna flestir fræðimenn á vorum dögum, þótt enn séu
til menn sem eru trúgjarnari en Arni Magnússon var fyrir þremur
öldum.
4. Fornir atburdir og nýir. Ymsar sögur teygjast yfir langt tíma-
bil, og eru þá atburðir misjafnlega fjarlægir höfundi. Þessa hefur
alls ekki verið gætt sem skyldi í mati á heimildargildi sagnanna.
Viðbúið er að höfundur kunni færra með sannindum að segja í
fyrra hluta sögu heldur en þegar nær dregur lokum hennar. Þetta
kemur þegar fram í Islendingabók Ara eins og nánar mun lýst hér
á eftir. Margar Islendingasögur ná frá lokum 9. aldar og fram á 11.
öld, það er að segja yfir landnámsöld og söguöld. Fastlega má gera
ráð fyrir því að séu einhver sannleikskorn í sögum þessum þá sé
þau fremur að finna þegar á líður. Þannig má þess vænta að meira
sé að marka frásagnir Egilssögu af deilum Þorsteins Egilssonar og
Steinars Sjónasonar heldur en af viðureign Þórólfs Kveldúlfssonar
við Harald konung hárfagra hundrað árum fyrr. I Laxdælu má
rekja hvernig atburðir færast smám saman nær ritunartíma, uns að
sögulokum er komið að Þorkeli Gellissyni og Þorgilsi bróður
hans, föður Ara fróða, er „drukknaði ungur á Breiðafirði".
Ein Islendingasaga sem iíkleg má teljast til að byggja nokkuð á
munnmælum teygist fram yfir lok sögualdar, eins og fyrr er að
vikið, en það er Ljósvetningasaga. Síðustu meginviðburðir hennar
eru taldir gerast um 1060.14 Nú bregður svo við að frásagnir í þess-
um söguhluta sverjast mjög í ætt við samtíðarsögur. Til dæmis má
taka orrustuna við Kakalahól (14. kap.). Þar berjast Ljósvetningar
og Eyfirðingar með fjölmenni lengi dags. Það minnir á Islendinga-