Skírnir - 01.09.1987, Page 50
256
JÓNAS KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
„Þeir höfðu með sér allskonar fénað“ (Eiríkssaga, 8. kap.; Græn-
lendingasaga, 7. kap.). (I öðru handriti Eiríkssögu segir raunar:
„allskonar fé“, og er þá líkingin ekki alger.) Um þetta segir Olafur
Halldórsson: „Auðvitað er þessi orðalíking ekki hending, en hins
vegar er hæpið að hún stafi af rittengslum“25 - og rökstyður þetta
nánar. Engum öðrum heimildum er til að dreifa, og getur þá hver
trúað því sem honum gott þykir þegar á milli ber.
Lítum nánar á frásagnirnar tvær af Lýsufjarðarundrum. Mörg
meginatriði eru sameiginleg:
Þorsteinn Eiríksson og Guðríður Þorbjarnardóttir kona hans
eru í Lýsufirði í Vestribyggð á Grænlandi. Þorsteinn heitir einnig
bóndi á sama bæ. Snemma vetrar kemur sótt á bæinn og andast
margir. Þorsteinn Eiríksson vill láta flytja líkin til kirkju (til Eiríks-
fjarðar) - hann gefur þau fyrirmæli raunar dauður í Eiríkssögu.
Meðal þeirra sem taka sóttina eru Þorsteinn Eiríksson og kona
Þorsteins bónda. Hún andast fyrr, og verður Þorsteinn Eiríksson
þess var að hún rís á fætur, og þarf Þorsteinn bóndi hennar að beita
aflsmunum (vopni) til að koma henni fyrir. Síðan andast Þorsteinn
Eiríksson. En litlu síðar rís hann upp og ræðir við Guðríði konu
sína um „forlög“ hennar (í Eiríkssögu þó einkum um kristna trú og
um kristnihald á Grænlandi). I Eiríkssögu biður hann hana „varast
að giftast grænlenskum manni“, en í Grænlendingasögu segir
hann: „þú munt gift vera íslenskum manni". Líkin voru síðan færð
til Eiríksfjarðar og grafin þar að kirkju.
Sumt er ólíkt í sögunum tveimur, og eru helstu sögubrigðin
þessi:
Samkvæmt Eiríkssögu á Þorsteinn Eiríksson bú í Lýsufirði, og
flytjast þau Guðríður þangað þegar eftir brullaup sitt, en sam-
kvæmt Grænlendingasögu fara þau áleiðis til Vínlands eftir líki
Þorvalds bróður Þorsteins, velkjast úti heilt sumar og lenda loks í
Lýsufirði um haustið. I Eiríkssögu á Þorsteinn í Lýsufirði helming
í búi móti nafna sínum Eiríkssyni, en í Grænlendingasögu býr
hann einn með konu sinni og veitir þeim Guðríði veturvist. Kona
Þorsteins í Lýsufirði nefnist Sigríður í Eiríkssögu, en Grímhildur í
Grænlendingasögu. Samkvæmt Eiríkssögu tók Eiríkur rauði við
Guðríði „og sá vel um kost hennar“, en samkvæmt Grænlendinga-