Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 51
SKÍRNIR SANNFRÆÐI FORNSAGNANNA 257
sögu var Eiríkur þá andaður, og fór Guðríður „til Leifs í Bratta-
hlíð“.
Margt er fyllra í sögunum til skiptis, og skal það ekki rakið hér,
enda mönnum í lófa lagið að bera saman frásagnirnar sem prentað-
ar eru hér á undan. Þess má geta að spásögn Þorsteins Eiríkssonar
um forlög Guðríðar er á öðrum stað í Eiríkssögu (í 4. kap.) og með
öðru orðalagi eins og vænta má. Þar er spáin lögð í munn Þorbjarg-
ar lítilvölvu: „Það muntu gjaforð fá hér á Grænlandi er sæmiligast
er til þó að það verði þér ekki til langæðar, því að vegir þínir liggja
út til Islands, og mun þar koma frá þér ættbogi bæði mikill og góð-
ur og yfir þínum ættkvíslum mun skína bjartur geisli.“
í Grænlandssögunum er reynt að rifja upp og festa á bók
minningar um merkilega viðburði sem gerst höfðu á löngu liðnum
tíma. Þetta er mjög svo sambærilegt við það sem fram fór eftir siða-
skipti þegar reynt var að brúa bilið aftur til fornaldar. Hinni fornu
íslensku sagnaritun lýkur að fullu árið 1430 með svokölluðum
Skálholtsannál nýja eða Nýja annál. Giskað hefur verið á að botn-
inn detti úr Nýja annál vegna þess að einmitt þetta ár, 1430, fóru í
hönd uggvænlegir tímar á Islandi.26 Þá varð biskup í Skálholti
danskur ævintýramaður, Johannes Gerechini, sem íslendingar
nefndu Jón Gerreksson. Sveinar hans gerðu mikinn óskunda hér á
landi, og lyktaði svo að veraldlegir höfðingjar söfnuðu liði og fóru
að Jóni biskupi, settu hann í poka (eða bundu stein við háls honum)
og drekktu honum í Brúará sem rennur hjá Skálholti. Þetta gerðist
árið 1433.
Sagnaritun hefst aftur seint á 16. öld með annál séra Gottskálks
Jónssonar í Glaumbæ, Gottskálksannál. Honum lýkur árið 1578,
en síðustu árin eru rituð af Jóni, syni Gottskálks. Þetta er mjög
stutt rit og gagnort, fram til 1394 byggt á fornum annál, en eftir það
á skjölum og arfsögnum og síðast vitanlega á kunnleika höfundar
sjálfs.
Fyrsta sagnarit sem kalla má nokkuð ítarlegt eru Biskupaannálar
séra Jóns Egilssonar í Hrepphólum (d. 1636 eða því nær). Talið er
að séra Jón hafi látið af búskap í Hólum vegna meiðsla og flust á
biskupssetrið í Skálholti til Odds biskups Einarssonar. Þar ritaði
hann annála sína undir handarjaðri biskupsins á árunum 1601-
17 — Skírnir