Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 54
260 JÓNAS KRISTJÁNSSON SKÍRNIR
fyrirliðinn var, og sveinar biskups Jóns Gerikkssonar voru að með honum.
Þar fyrir hefndu þeir mágar Þorvarður og hann á sveinum Jóns Gerikks-
sonar fyrir þessa brennu og annað þvílíkt. Biskup Jón hann deyði 1432.
Gottskálksannáll
1432. Kirkjubólsbrenna suður er Ivar Vigfússon junkæri var skotinn til
dauða. Var fyrir þeirri heimsókn Magnús kæmeistari í Skálholti er sumir
sögðu væri sonur biskups Jóns Gerekssonar í Skálholti ins danska. Vildi
hann eiga systur Ivars sonar Vigfús hirðstjóra og fékk ei; hét hún Margrét.
Sigldi Magnús í burt af landi og kom aldri aftur. En Margrét komst út um
ónshúsið með skærum sínum og vildi öngvan eiga nema sem hefndi bróður
síns. Síðan lét Þorvarður Loftsson deyða biskup Jón í Skálholti í Brúará.
Skarðsárannáll
Anno 1432. Er Jón Gerrikksson svenski í Skálholti, en Jón að Hólum Vil-
hjálmsson.
Anno 1433. Var Kirkjubólsbrennan suður er junkæri Ivar Vigfússon var
skotinn í hel. Var fyrir brennunni Magnús kæmeistari í Skálholti er sumir
sögðu son biskups Jóns. Bað hann fyrst systur ívars þeirrar Margrét hét, og
fékk ekki. Þeirra faðir var Vigfús er hirðstjóri hafði verið. Þar eftir sigldi
Magnús biskupsfrændi og kom aldrei aftur. En Margrét komst út úr eldin-
um um ónshúsið; hafði hún getað gert þar hol á með skærum sínum. Mar-
grét vildi engan eiga nema þann sem hefndi bróður hennar. Tók sig þar til
Þorvarður Loftsson Guttormssonar hins ríka frá Möðruvöllum úr Eyja-
firði. Hann dró saman menn, og var með honum fyrir liði bóndinn frá Dal
í Eyjafirði, Árni Magnússon er Dalskeggur var kallaður, og riðu þeir suður
um sumarið fyrir Þorláksmessu í Skálholt, því þá vissi Dalskeggur að
biskup mundi heima vera.
Þá var í Skálholti helgihald mikið á messudag Þorláks biskups. Þeir
komu þar um kveldið fyrir messudaginn og settu tjald sitt utar öðrum
tjöldum. Margt var fólks aðkomið. Þorvarður og Dalskeggur gengu heim
um messu með lið sitt altygjað, og gengu fimmtíu í kirkjuna. Dalskeggur
gekk fyrir og sagði: „Nú er mikið um dýrðir.“ Biskup Jón grunaði menn-
ina og gekk að altarinu og steypti yfir sig messuklæðum, tók kaleik og pat-
ínu í hönd sér. Þeir norðanmenn gengu að altarinu, tóku biskup Jón þó
nauðugur væri. Er svo hermt að þá þeir með hann í stöpulinn komu að
biskup hafi dasast nokkuð af tregðan göngunnar, og þá hafi hann skipað
smásveini sínum að ganga í kjallara og sækja sér góðan mjöðdrykk, hvað
sveinninn gerði, og kom snöggt aftur með stóra silfurskál, og biðu Norð-
lendingar um þetta. Biskup drakk hratt af skálinni og gekk síðan með þeim
til tjalds þeirra. Þar eftir höfðu þeir biskup til Brúarár og drekktu honum
þar í með taug og steini. Giftist síðan Þorvarður Margréti og áttu þau þrjár
dætur: Guðríði, Ingibjörgu og Ragnhildi.